fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Einu skrefi nær því að leysa gátuna um uppruna lífsins – Gæti hafa myndast við aðstæður eins og eru á Íslandi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 23. ágúst 2019 17:00

Magnað Lífið gæti hafa kviknað í heitum hver, líkt og á Íslandi. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við vitum að lífið er um 3,7 milljarða ára gamalt. Það hófst með því að einfrumungar urðu til hér á jörðinni. En hvernig þeir urðu til, hvaða neisti kom þeim í gang, það vitum við ekki með vissu. Áður töldu margir vísindamenn að eldingu hefði lostið niður í hafið og við það hafi líf myndast. Aðrir telja að lífið hafi alls ekki myndast fyrst hér á jörðinni, heldur hafi það borist hingað með loftsteinum. Nú sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar að hugsanlega hafi ekki þurft svona stóra atburði til að líf myndaðist.

Tue Hassenkam, eðlisfræðingur við Kaupmannahafnarháskóla, sagði í samtali við Danska ríkisútvarpið að nýju niðurstöðurnar sýni að líf hafi hugsanlega kviknað í heitum hver eða jafnvel vatnspolli. Þær sýni að ekki þurfi framandi málma til þess að þau flóknu efnasambönd, sem eru forsenda lífs, geti myndast. Það þýði að líf geti hafa myndast á mörgum mismunandi stöðum, til dæmis í pollum sem myndast við að hveravatn rennur í þá.

„Eins og þeir sem eru úti um allt á Íslandi,“ sagði hann.

Vísindamennirnir gerðu reiknilíkan af aðstæðum í hafinu eins og þær hefðu verið fyrir um fjórum milljörðum árum. Með því hafa þeir sýnt fram á að það þarf ekki margar sameindir til að líf geti myndast. Reiknilíkanið líkti eftir litlu, lokuðu umhverfi, með aðeins 15 sameindum. Hitastigið var á milli 80 og 100 gráður en talið er að heimshöfin hafi verið svo heit á þeim tíma. Þetta varð til þess að eitt og annað fór að gerast. Eftir skamman tíma fóru sameindirnar að hafa áhrif hver á aðra. Þær mynduðu sífellt flóknari strengi og eftir stuttan tíma höfðu þær myndað amínósýruna glýsín.

En það þarf meira til en eina amínósýru til að líf geti myndast. Næstum allar lífverur, sem við þekkjum í dag, samanstanda af þremur grundvallarhlutum: DNA, RNA og 22 mismunandi amínósýrum. En þetta gæti hafa verið upphafið að því flókna lífi sem nú þrífst á jörðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?