fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Sádí-Arabía ætlar að nota tækni til að margfalda fjölda pílagríma sem sækja landið heim

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 23. ágúst 2019 21:30

Konur njóta ekki mikilla réttinda í Sádi-Arabíu frekar en aðrir landsmenn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áætlað er að ferðir pílagríma til Mekka skili Sádí-Aröbum um 12 milljörðum dollara í tekjur árlega en um tvær milljónir pílagríma sækja landið heim árlega. En mikill vill meira og því hyggjast Sádí-Arabar reyna að fjölga pílagrímunum mikið. Nútímatækni á að hjálpa þeim við það.

Quartz skýrir frá þessu. Pílagrímsferðirnar eiga sér stað í fimm eða sex daga í síðasta mánuði íslamska dagatalsins. Slíkar ferðir eru skylda samkvæmt trúnni og því reyna margir múslimar að komast að minnsta kosti einu sinni til Mekka í lífinu.

Nú stefna Sádí-Arabar að því að geta tekið á móti um 30 milljónum pílagríma árlega fyrir 2030. Til að þetta verði hægt er nú fjárfest af miklum krafti í innviðum. Búið er að taka háhraðalest í notkun á milli Mekka og Medina en hún styttir ferðatímann um átta klukkustundir. Í Mekka er búið að koma upp öflugum eftirlitskerfum sem fylgjast með ferðamönnum og hvort einhverjir þarfnast aðstoðar. Þetta er gert í kjölfar fjölda dauðsfalla í tengslum við pílagrímaferðirnar. Fyrir fjórum árum krömdust að minnsta kosti 2.200 manns til bana í þrengslunum í Mekka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“