fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Ætlaði bara í skírn en það fór heldur betur úrskeiðis – „Það heimskulegasta sem ég hef nokkru sinni gert“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 26. ágúst 2019 07:00

Rachael Wynn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var hinni 32 ára Rachael Wynn boðið í skírn. Þangað mætti hún að sjálfsögðu glöð í bragði en síðan fóru hlutirnir að gerast. Boðið var upp á áfengi í veislunni og gekk Rachael vasklega fram í drykkjunni.

Þegar veislunni var lokið ákvað hún að skella sér til Ibiza en hún var ekki með neitt meðferðis nema veskið sitt og vegabréf og íklædd buxnadragt úr silki.

„Það heimskulegasta sem ég hef nokkru sinni gert,“ sagði hún í samtali við Manchester Evening News um þessa ákvörðun sína. Þegar hún ræddi við blaðið sagðist hún vera búin að eyða um 700 pundum í að komast til Ibiza og við að reyna að komast heim aftur.

„Ég var svo full. Þetta er það heimskulegasta sem ég hef gert. Ég var í skírn og vinur minn átti afmæli. Vinir mínir voru hér á Ibiza og spurðu hvort ég vildi ekki koma. Ég fór því af stað í fötunum sem ég var í, með greiðslukortið mitt og vegabréfið.“

Hún sagðist nánast ekki muna eftir að hafa farið um borð í flugvélina.

„Ég man ekki eftir þessu en ég elskaði lífið svo sannarlega þegar ég var á flugvellinum. Ég geri venjulega ekki neitt svona. Ég hef aldrei gert neitt þessu líkt. Þegar ég kom um borð í flugvélina hugsaði ég: „hvað hef ég gert?“

Kannski ekki skrýtið að þessi hugsun hafi læðst að henni því eftir að hún kom til Ibiza hefur hún átt í miklum vandræðum. Hún komst ekki heim til að mæta til vinnu og varð að útskýra málið fyrir yfirmanni sínum.

„Ég neyddist til að hringja í yfirmann minn og útskýrði málið og hann sagði að ég yrði að koma fljótt aftur. En það var fullbókað í allar vélar eða þá að flugin voru felld niður. Yfirmaðurinn var ekki glaður en ég held að hann sé búinn að jafna sig. Hann er góður yfirmaður og fyrirtækið er gott. Hann varð að sjálfsögðu fyrir vonbrigðum en kannski sér hann húmorinn í þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Í gær

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tannlæknir deilir ofureinföldu „tannbjörgunarráði“ fyrir kaffidrykkjufólk

Tannlæknir deilir ofureinföldu „tannbjörgunarráði“ fyrir kaffidrykkjufólk