fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Dularfullt hvarf gagnaöryggisfræðingsins í Noregi – Tengslin við Wikileaks – Tveir lettneskir flutningabílstjórar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 26. ágúst 2019 06:00

Arjen Kamphuis. Skjáskot:YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir einu ári hvarf hollenski gagnaöryggisfræðingurinn Arjen Kamphuis, 47 ára, sporlaust í Norður-Noregi. Þegar farsími hans var síðan notaður rúmlega 1.200 km sunnan við staðinn þar sem hann hvarf jókst ráðgátan enn meira. Samsæriskenningar fóru á kreik en Kamphuis var í góðu sambandi við Julian Assange, stofnanda Wikileaks, og tengdist samtökunum. Sumir gerðu að því skóna að Kamphuis hefði verið myrtur eða numinn á brott vegna tengsla hans við Wikileak.

Vinir og ættingjar hans vissu lengi vel ekki hvort hann væri lífs eða liðinn. Vísbendingar voru um að hann væri í felum af sjálfsdáðum eða hefði verið numinn á brott og væri haldið föngnum gegn vilja sínum. Tengslin við Wikileaks og sú staðreynd að hann hafði skrifað bók um gagnaöryggi ætlaða blaðamönnum jók enn á dulúðina og ýtti undir samsæriskenningar.

Á föstudaginn skýrði norska lögreglan frá niðurstöðum rannsóknar sinnar. Fram kemur að flest bendi til að Kamphuis hafi drukknað þegar hann var í róðrartúr á kajak sínum í Norður-Noregi, að um slys hafi verið að ræða. Kamphuis var þaulvanur göngumaður og fjallaklifrari sem hafði komið til Norður-Noregs nokkrum vikum áður og var einn á ferð.

Síðast sást til hans 20. ágúst á síðasta ári þegar hann skráði sig út af hóteli í Bodø og fór með lest til Rognan. Hann sást ganga frá lestarstöðinni í átt að miðbænum en eftir það var eins og jörðin hefði gleypt hann. Hann átti pantað flugfar heim til Hollands tveimur dögum síðar en hann skilaði sér ekki í flugið. Viku seinna tilkynntu vinir hans um hvarf hans en þá hafði hann ekki skilað sér til vinnu.

 

Munirnir sem flutningabílstjórarnir fundu. Mynd:Norska lögreglan

Nokkrum dögum eftir hvarf Kamphuis fann stangveiðimaður skilríki hans í sjónum í Skjerstadfirði, á milli Rognan og Fauske. Mikil leit var gerð á svæðinu og fannst þá skemmdur kajak af gerðinni Oru Kayak Coast XT og ár. Kamphuis hafði einmitt keypt sér svona kajak áður en hann hélt til Noregs.

Farsíminn

En það setti strik í reikninginn við rannsóknina að á miðnætti þann 30. ágúst, 10 dögum eftir hvarfið, var kveikt á farsíma Kamphuis og notaðist hann við sendi í Vieså sem er nærri Stavangri eða rúmlega 1.200 km sunnan við Bodø. Þetta vakti að vonum athygli norsku og hollensku lögreglunnar, sem unnu saman að rannsókn málsins. Þýskt simkort hafði verið sett í símann. Af þeim sökum voru danska og þýska lögreglan látin vita af málinu og komu að rannsókn þess.

Rannsóknin leiddi í ljós að tveir lettneskir flutningabílstjórar höfðu af tilviljun fundið símann, tölvur og smávegis af tölvubúnaði þegar þeir hvíldust í Skerstafjorden, nærri þeim stað þar sem kajakinn fannst síðar. Þeir héldu að einhver hefði hent þessu þar sem það leit út fyrir að þetta hefði legið úti í nokkra daga. Þeir tóku hlutina með sér og héldu ferð sinni áfram suður á bóginn þar sem þeir notuðu farsímann síðan sem varð til þess að lögreglunni tókst að hafa uppi á þeim.

Lík Kamphuis hefur ekki fundist en lögreglan telur að hann hafi drukknað þegar hann var í kajakferð að kvöldi 20. ágúst á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Pressan
Í gær

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
Pressan
Í gær

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar