fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Nýjustu tíðindi af mannráninu í Noregi – Lögreglan óttast fleiri mannrán

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. janúar 2019 07:39

Anne-Elisabeth Falkevik Hagen og heimili hjónanna. Skjáskot af vef Aftenposten.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norska lögreglan hefur fengið margar ábendingar vegna ránsins á Anne-Elizabeth Falkevig Hagen en henni var rænt af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn eins og DV skýrði frá í gær. Lögreglan vinnur nú að gerð hættumats en hún óttast að fleiri efnuðum Norðmönnum verði rænt og lausnargjalds krafist eins og í tilfelli Anne en mannræningjarnir krefjast þess að fá 9 milljónir evra greiddar í rafmynt. Anne er gift Tom Hagen sem er einn ríkasti maður Noregs.

Lögreglan hefur nú þegar aukið viðbúnað sinn tengdum efnuðum Norðmönnum og öðrum sem talin er hætta á að geti orðið fórnarlömb mannræningja.

Samkvæmt fréttum norskra fjölmiðla fannst miði á heimili Hagen hjónanna þar sem lausnargjalds var krafist. Textinn var að sögn á bjagaðri norsku. Lögreglan hefur fengið málfræðinga til að skoða skilaboðin í þeirri von að það geti leitt hana á spor mannræningjanna.

Norska ríkisútvarpið hefur eftir Tommy Brøske, lögreglufulltrúa, að lögreglan um allt landi hafi verið beðin um að meta hvaða ráðstafanir þurfi að gera vegna málsins. Eiginkonu auðmanns hafi verið rænt og ástæða sé til að ætla að hún hafi ekki verið tilviljanakennt fórnarlamb og að mannræningjarnir séu reknir áfram af fjárhagslegum hvötum.

Lögreglan hefur fengið margar ábendingar í kjölfar þess að skýrt var frá málinu í fjölmiðlum í gær. Því var haldið leyndu í 10 vikur þar sem mannræningjarnir höfðu hótað að vinna Anne mein ef lögreglunni yrði blandað í málið. Rannsóknin var því mjög leynileg. Lögreglumenn fóru á ómerktum bílum, með röngum skráningarnúmerum, að heimili hjónanna og engar rannsóknir voru gerðar utanhúss þar sem lögreglan óttaðist að mannræningjarnir fylgdust með húsinu. En rannsókninni hefur ekki miðað neitt áfram og því var ákveðið að opinbera málið í gær. Norskir fjölmiðlar höfðu vitað af því um hríð en höfðu farið að beiðni lögreglunnar um að skýra ekki frá því.

Brøske sagði við Norska ríkisútvarpið að það gæti hafa verið röng ákvörðun að leyna rannsókninni því það gæti hafa valdið því að lögreglan hafi ekki fengið mikilvægar upplýsingar.

VG segir að Tom Hagen hafi verið í vinnu í um fjögurra kílómetra fjarlægð frá heimilinu þegar konu hans var rænt. Þegar hann kom heim fann hann miðann með lausnargjaldskröfunni og leitaði síðan sjálfur að Anne næstu klukkustundir en sneri sér síðan til lögreglunnar. Blaðið segir að hann hafi hitt tvo óeinkennisklædda lögreglumenn á bensínstöð vegna hótana mannræningjanna um að Anne yrði unnið mein ef hann hefði samband við lögregluna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Í gær

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Geimhöfuðverkur“ er vandamál sem geimfarar glíma við

„Geimhöfuðverkur“ er vandamál sem geimfarar glíma við
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gervihnattarmyndir sýna að Xi Jinping er full alvara

Gervihnattarmyndir sýna að Xi Jinping er full alvara