fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Vara við hættulegum sjúkdómi á vinsælum ferðamannastað

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 6. janúar 2019 21:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem hyggja á ferðalög til Taílands á næstunni ættu að hafa vara á sér því hundaæði hefur gert vart við sig í stórum hluta landsins. 17 manns hafi látist af völdum sjúkdómsins til þessa. Smithættan er mikil og sífellt fleiri ferðamenn leita til læknis í Taílandi af ótta við að hafa smitast.

Fyrr í vetur voru 40 héruð landsins að glíma við hundaæðistilfelli og um miðjan ágúst höfðu tæplega 1.200 smituð dýr verið fönguð.

Taílensk stjórnvöld hugðust bólusetja 10 milljónir hunda og katta fyrir lok september á síðasta ári til að ná tökum á ástandinu en það gekk ekki eftir. Yfirvöld fengu ekki þá tíu milljón bólusetningaskammta sem pantaðir höfðu verið og hluti af bóluefnunum sem fengust voru gömul og léleg að gæðum og gerðu því lítið gagn.

Nú herma fregnir að búið sé að bólusetja rúmlega 3,5 milljónir hunda og katta. Nú geysar hundaæði í 31 héraði af 76 í landinu, þar á meðal í hlutum höfuðborgarinnar Bangkok.

Þrátt fyrir að nafn sjúkdómsins bendi til að hann tengist aðeins hundum þá er það ekki svo. Hann getur borist í margar dýrategundir, ketti, leðurblökur, kýr, apa og menn. Sjúkdómurinn smitast við bit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug