fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Banvænn uppvakninga-sjúkdómur getur borist í menn – „Ef Stephen King skrifaði um smitsjúkdóm myndi hann skrifa um þetta“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. febrúar 2019 05:59

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérfræðingar segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af banvænum sjúkdómi, „uppvakninga-sjúkdómi, sem hefur breiðst út meðal hjartardýra í Bandaríkjunum og Kanada undanfarið. Hann hefur nú greinst í dýrum í 24 ríkjum í Bandaríkjunum og tveimur héruðum í Kanada. Sérfræðingar óttast að sjúkdómurinn geti borist í fólk.

DV skýrði frá sjúkdómnum fyrr í vikunni. Fram kom að sjúkdómurinn hefur einnig greinst hjá hjartardýrum í Noregi. Fox News segir að hvorki sé hægt að bólusetja gegn honum né lækna hann.

Í síðustu viku varaði Michael Osterholm, hjá Minnesota háskóla, þingmenn og yfirvöld við hættunni sem stafar af sjúkdómnum, sem nefnist CWD. Hann segir að það þurfi að takast á við hann eins og lýðheilsusjúkdóm því hætt sé við að hann geti borist í menn innan fárra ára. Ekki er vitað til að fólk hafi smitast af honum enn sem komið er.

Osterholm segir að líklega muni sjúkdómurinn berast í fólk þegar það borðar sýkt kjöt.

„Hugsanlega mun mikill fjöldi fólks smitast og að ekki verði um einöngruð tilfelli að ræða.“

Sagði hann í samtali við Twin Cities Pioneer Press og bætti við:

„Ef Stephen King myndi skrifa skáldsögu um smitsjúkdóm myndi hann skrifa efni eins og þetta.“

Ástæðan fyrir að sjúkdómurinn er oft nefndur „uppvakningasjúkdómur“ er að einkenni hans líkjast þeim sem uppvakningar í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sýna. Þar á meðal eru slef, stirt göngulag, skortur á samhæfingu, hræðast ekki fólk, árásargirni og dofi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig