fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Tónlistarmaðurinn og morðinginn setur húsið sitt á sölu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. mars 2019 19:00

The Pyrenees Castle

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn þekkti bandaríski tónlistarmaður Phil Spector hefur sett glæsilegt hús sitt, The Pyrenees Castle, í Los Angeles á sölu. Verðið er litlar 5,5 milljónir dollara. Spector var dæmdur í 19 ára fangelsi árið 2009 fyrir að hafa myrt Lana Clarkson, 40 ára, árið 2003. Hann skaut hana einu skoti á heimili sínu.

Inni í kaupverði hússins er 400 metra löng innkeyrsla upp að því og stór gosbrunnur fyrir framan húsið. Auk þess eru fjórir bílskúrar, níu svefnherbergi og sjö stór baðherbergi í húsinu. Þá er einkahárgreiðslustofa, tvö eldhús og sérstök álma fyrir vistarverur þjónustufólks.

Réttarhöldin í máli Spector voru löng og um margt sérstök. Þegar fyrst var réttað í málinu 2007 komst kviðdómur ekki að niðurstöðu og því gat Spector gengið sem frjáls maður út úr réttarsalnum.

Málinu var áfrýjað og endaði þá ekki með sýknu heldur sakfellingu og 19 ára fangelsisdómi. Lana Clarkson og Spector hittust á næturklúbbi þar sem hún starfaði. Hann bauð henni með heim en hún afþakkaði. Hann lét þó ekki deigan síga og margbað hana um að koma með sér heim í The Pyrenees Castle til að fá sér einn drykk með honum sagði hún bílstjóranum sem ók þeim heim til Spector. Skömmu eftir komuna í húsið var hún látin.

Saksóknari sagði fyrir dómi að Spector hefði skotið hana þegar hún vildi ekkert með hann hafa að gera og hvað þá stunda kynlíf með honum. Hann var sagður skotglaður og mikill skapmaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Í gær

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“