fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Hryðjuverkamaðurinn í Christchurch náði ekki að ljúka verki sínu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 16. mars 2019 06:28

Frá vettvangi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, segir að Brenton Tarrant, sem er talinn hafa skotið 49 til bana í tveimur moskum í Christchurch í gær hafi ekki náð að ljúka ætlunarverki sínu áður en lögreglan handtók hann.

The Guardian og Reuters skýra frá þessu. Haft er eftir Ardern að Tarrant hafi verið með fimm skotvopn á sér þegar hann var handtekinn, þar af tvö hálfsjálfvirk. Ardern segir að hann hafi verið staðráðinn í að halda árásum sínum áfram þegar hann var handtekinn.

Tarrant var handtekinn 36 mínútum eftir að fyrsta neyðarkallið barst til lögreglunnar.

Ardern sagði ekki hvaða fyrirætlanir Tarrant hefði verið með.

Meirihluti 49 fórnarlamba hans voru karlmenn á aldrinum 30 til 40 ára að sögn heilbrigðisyfirvalda í Christchurch. Meðal særðra og látinna eru einnig börn, konur og eldra fólk.

Tarrant var færður fyrir dómara seint í gærkvöldi að íslenskum tíma og var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 5. apríl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás
Pressan
Fyrir 3 dögum

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi