fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

„Einn heimskasti morðingi í sögu New York-borgar“

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 20. mars 2019 13:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist vera sem morðið á Francesco „Franky Boy“ Cali, leiðtoga Gambino-mafíunnar í New York, hafi ekki verið mafíutengt. Francesco, 53 ára, var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í New York í síðustu viku og taldi lögregla að morðið hafi tengst deilum innan skipulagðra glæpagengja í borginni.

Svo virðist þó ekki vera því lögregla hefur handtekið 24 ára karlmann, Anthony Comello, fyrir morðið. Heimildir New York Post herma að Anthony þessi, í raun ósköp venjulegur meðal-Jón, hafi verið ósáttur við Francesco vegna þess að hann bannaði honum að hitta unga stúlku í fjölskyldu mafíuforingjans. Líklega var um að ræða frænku Francesco.

Það var svo á miðvikudag í síðustu viku að Anthony vildi ná fram einhverskonar hefndum, að sögn lögreglu. Hann ók sem leið lá að heimili Francesco og braust inn í bifreið hans sem er af tegundinni Cadillac Escalade. Þegar Francesco kom út rétti Anthony honum númeraplötu af bifreiðinni og dró svo upp byssu. Með henni skaut hann Francesco níu sinnum.

Það sem kom að líkindum upp um Anthony voru öryggismyndavélar við heimili Francesco sem náðu allri atburðarásinni. Þá fundust fingraför Anthony á númeraplötunni.

Heimildarmaður New York Post segir að Anthony hafi ekki hugsað dæmið til enda. Auk þess að vera ákærður fyrir morð bæti ekki úr skák að hann liggur undir grun um að hafa myrt einn hæst setta glæpaforingja New York-borgar sem á að líkindum ófáa bandamenn á bak við lás og slá.

„Anthony Comello verður minnst fyrir að vera einn heimskasti morðingi New York-borgar, jafnvel í sögu Bandaríkjanna eða heiminum öllum,“ segir heimildarmaður blaðsins.

Dermot Sheqa, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar í New York, segir að rannsókn málsins sé hvergi nærri lokið. Þannig sé skotvopnið enn ófundið og lögregla eigi enn langt í land með að senda málið til ákærusviðs lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig