fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Sæðið varð prestinum að falli

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. mars 2019 21:00

Coley McCraney

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 31. júlí 1999 var J.B. Beasley og Tracie Hawlett, 17 ára nauðgað og þær myrtar í Ozark í Alabama í Bandaríkjunum. Þær höfðu verið að halda upp á afmæli Beasley og voru á heimleið þegar þær voru myrtar. Þær hringdu í foreldra sína frá bensínstöð í Ozark og sögðust hafa villst. Lík þeirra fundust daginn eftir í farangursrými bíls Beasley.

Þeim hafði báðum verið nauðgað og hvor um sig skotin einu skoti í höfuðið. Lögreglunni tókst ekki að leysa máið en ákvað nýlega að setja kraft í rannsókn þess þar sem 20 ár eru að verða liðin frá morðunum. Fyrirmyndin var sótt í hið svokallað „Golden State morðingja“ mál en í því var raðmorðingi handtekinn áratugum eftir að hann myrti og nauðgaði fólki í Kaliforníu. Lausn þess máls byggðist á erfðasýnum, sem fundust á sínum tíma, en ekki var hægt að tengja við neinn. Með því að nota opinbera ættfræðigagnagrunnar, þar sem DNA-upplýsingar um fólk eru einnig skráðar, tókst að finna út hver Golden State morðinginn var.

„Við sögðum, sjáið hvað gerðist með Golden State morðingjann og hugsuðum með okkur: „Vitið þið hvað? Reynum þetta.““

Hefur CBS News eftir Marlos Walker lögreglustjóra.

J.B. Beasley og Tracie Hawlett

Á sínum tíma fannst sæði á fatnaði Beasley og hafði lögreglan að sjálfsögðu geymt það í öll þessi ár. Fyrirtækið Parabon Labs var fengið til að bera það saman við milljónir erfðaupplýsinga (dna) sem fólk hefur skráð á ættfræðisíður.

Þetta bar árangur því ættingi Coley McCraney hafði skráð erfðaupplýsingar sínar á slíka síðu. Þegar sú niðurstaða lá fyrir var hægt að vinna út frá þessum upplýsingum og kanna með ættingja viðkomandi. Bárust böndin þá fljótt að prestinum og vörubifreiðastjóranum Coley McCraney. Hann var handtekinn og DNA-sýni tekið úr honum og viti menn það smellpassaði við sæðið sem fannst á fatnaði Beasley. Hann verður því ákærður fyrir tvær nauðganir og tvö morð.

Hann var 26 ára þegar vinkonurnar voru myrtar og bjó nærri Ozark. Lögreglan telur að hann hafi ekki þekkt vinkonurnar áður.

Nafn Coley McCraney hafði aldrei áður komið upp í tengslum við rannsóknina. Hann er kvæntur og á börn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?