fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Boeing í veseni: Flugfélagið afpantar 49 þotur

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 22. mars 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Indónesíska flugfélagið Garuda hefur afpantað 49 farþegaþotur frá Boeing af gerðinni 737 Max 8. Eins og kunnugt er hafa vélar af þessari gerð verið kyrrsettar um allan heim eftir tvö flugslys með skömmu millibili, annars vegar í Indónesíu í október síðastliðnum og hins vegar í Eþíópíu fyrr í mánuðinum.

Talið er að þessi tiltekna afpöntun Garuda sé sú fyrsta eftir að vélarnar voru kyrrsettar á dögunum. Vélarnar eru tiltölulega nýjar og enn á eftir að afhenda mikinn fjölda þeirra. Talið er að Boeing verði af gríðarlegum fjármunum vegna þessa, enda kostar hver vél tugi milljarða króna.

Í frétt Guardian er haft eftir Ikhsan Rosan, upplýsingafulltrúa Garuda, að ástæða afpöntunarinnar sé sú að ekki ríkir lengur traust í garð þessara véla. Boeing hefur að undanförnu unnið að uppfærslu á flugkerfi vélarinnar, hinu svokallaða MCAS-kerfi, sem á að koma í veg fyrir að vélarnar ofrísi.

Óvíst er hvaða áhrif þetta mun hafa á Boeing en eftir að tilkynnt var um kyrrsetningar vélanna lækkaði verð hlutabréfa í Boeing verulega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þóttist vera dáinn til að sleppa við að greiða meðlag

Þóttist vera dáinn til að sleppa við að greiða meðlag
Pressan
Í gær

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni