fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Rúður sprungu í sex kílómetra radíus

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 22. mars 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sprengingin sem varð minnst 47 einstaklingum að bana í austurhluta Kína í gær var gríðarlega öflug. Til marks um það sprungu rúður í húsum í sex kílómetra radíus frá verksmiðjunni þar sem sprengingin varð.

Um var að ræða efnaverksmiðju í borginni Yancheng, sem er norður af Sjanghæ. Verksmiðjan hafði verið til skoðunar vegna vandamála sem tengdust öryggismálum. Ekki liggur fyrir hvað olli sprengingunni. Hundruð særðust, þar af 90 alvarlega.

Á myndböndum sem kínverskir fjölmiðlar hafa birt má sjá ótrúlegar skemmdir eftir sprenginguna sem mældist vel á jarðskjálftamælum. Um 900 slökkviliðsmenn voru kallaðir á vettvang til að reyna að slökkva eldinn sem kom upp í kjölfarið.

Íbúi í þorpinu Chenjiagang, um fjórum kílómetrum frá verksmiðjunni, segir að margir í þorpinu hafi orðið fyrir meiðslum. Rúður brotnuðu í húsum og áttu íbúar fótum sínum fjör að launa undan glerbrotinu rigndi yfir þá.

Ekki liggur fyrir hvort einhver hafi verið handtekinn í tengslum við málið, en grunur leikur á að vanræksla af einhverju tagi eigi hlut að máli. Í eftirliti Vinnueftirlitsins í verksmiðjunni í febrúar í fyrra voru gerðar fjölmargar athugasemdir í sambandi við öryggismál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?