fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Afkastamikill frjósemislæknir – Notaði sitt eigið sæði – Á minnst 48 börn

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 24. mars 2019 22:30

Donald Cline og nokkur barna hans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á áttunda og níunda áratugnum leituðu mörg pör til bandaríska frjósemislæknisins Donald Cline á stofu hans í Indiana. Þar aðstoðaði hann pörin með því að nota gjafasæði til að frjóvga egg kvennanna. Sæðið var frá nafnlausum gefendum. Eða það hélt fólkið að minnsta kosti.

En nú er komið í ljós að svo var ekki alltaf því Cline taldi ekki eftir sér að nota eigið sæði án þess að upplýsa viðskiptavini sína um það. Nú hefur verið staðfest að hann er faðir 48 uppkominna barna sem eiga mæður sem nutu aðstoðar Cline. Ekki er talið ósennilegt að börnin séu mun fleiri.

Cline hefur játað að hafa notað eigið sæði margoft á þessum tveimur áratugum.

Málið komst upp fyrir þremur og hálfu ári þegar blóðflokkur Cline kom margoft upp í dna-skrá. Í hverju tilfelli sást að mæðurnar, sem í hlut áttu, höfðu verið viðskiptavinir Cline. Það þurfti því aðeins að leggja saman tvo og tvo til að átta sig á að hann hafði notað eigið sæði til að frjóvga konurnar.

Í fyrstu var talið að hann hefði eignast 20 börn með þessum hætti en nú er talan komin upp í 48.

Mörg þessara barna hafa tekið upp samband og hittast reglulega og nota samfélagsmiðla óspart til að halda sambandi.

Cline er á lífi en hann er orðinn áttræður. Hann þarf ekki að óttast hinn langa arm laganna því í Indiana eru engin lög sem banna svona nokkuð og því er hann laus allra mála, lagalega séð. En hins vegar má velta því upp hvort siðferðislegar spurningar leiti ekki á marga vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?