fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Er búið að leysa frægustu morðgátu allra tíma? Þunnur efnisbútur kom upp um morðingjann

Ritstjórn Pressunnar
Sunnudaginn 24. mars 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn við John Moore háskólann í Liverpool telja sig hafa fundið út hver Jack the Ripper, eða Kobbi kviðrista var, eins og hann er kallaður á málvandaðri íslensku. Kobbi kviðrista er einn frægasti raðmorðingi allra tíma en hann myrti fimm vændiskonur í subbulegu hverfi í London haustið 1888.

Vísindamönnum tókst að greina DNA-sýni úr sæði sem náðust af sjali sem fannst á einu fórnarlambi Kobba, Catherine Eddowes.

Russell Edward, rúmlega fimmtugur kaupsýslumaður keypti sjalið á uppboði í Suffolk, fyrst og fremst til að komast að því hvort að þetta væri virkilega sönnunargagn í málinu. Hann skrifaði bók um málið árið 2014 og lét einnig greina sýni sem fannst á sjalinu. Var niðurstaða hans sú sama og nú hefur verið staðfest, að Aaron Kosminski, pólskur innflytjandi og hárskeri í London væri raðmorðinginn sem allir óttuðust. Edward sagði í bók sinni:

„Ég hafði ekki hugmynd um að þessi þunni og blettótti efnisbútur myndi leiða til þess að frægasta morðgáta allra tíma yrði leyst; að við myndum finna út hver Kobbi kviðrista var.“

Í eldri umfjöllun DV um málið kom fram að Eddowes var fátæk og því taldi Edwards ósennilegt að hún hefði átt sjalið sem fannst á líki hennar. Það var alltaf tilgáta hans að morðinginn hafi skilið það viljandi eftir, mögulega til að villa fyrir lögreglunni eða til að gefa vísbendingu um hvert næsta fórnarlambið yrði. Því taldi Edwards mögulegt að erfðaefni morðingjans mætti finna á því. Það reyndist rétt og eftir ítarlega rannsókn fannst erfðaefni úr tveimur manneskjum. Allar líkur eru því á að Kosminski hafi verið raðmorðinginn Kobbi kviðrista.

Aaron Kosminski sem var tuttugu og tveggja ára þegar morðin áttu sér stað, átti við alvarleg geðræn vandamál að stríða og var að endingu lagður inn á geðveikrahæli þar sem hann svo lést. Eftir að hann var settur á hælið, hættu morðin. Rennir það frekari stoðum undir að Aaron Kosminski hafi verið morðinginn. Lögreglan fylgdi honum hvert fótmál þegar hann lá undir grun, allt þar til hann var lagður inn.

Hér fyrir neðan má finna eldri umfjöllun um Jack the Ripper og birtist í DV

Jack the Ripper er vafalaust frægasti raðmorðingi sögunnar. Um hann hafa verið skrifuð hundruð bóka, kvikmyndir gerðar um ódæðisverk hans og leikrit sett á svið.

Þegar haustið 1888 kom upp sú tilgáta að kvennamorðinginn væri læknismenntaður vegna þess hve fagmannlega hann beitti hnífnum þegar hann skar konurnar og líffærin úr þeim. En satt best að segja er sú tilgáta ekki sennileg þótt bóka- og kvikmyndahöfundar hafi verið seigir að halda henni á lofti. Áverkarnir á líkunum voru þess eðlis að engu var líkara en þar hefði bandóður maður staðið að verki og vildu margir trúa því á sínum tíma að það hefði verið einhvers konar ómennsk ófreskja sem tætti konurnar sundur. Ein kenningin er sú að einhver úr konungsfjölskyldunni hafi misst vitið tímabundið. Að minnsta kosti átti Jack að vera aðalsmaður eða alla vega einhver úr æðri stéttum hins stéttskipta þjóðfélags Viktoríu drottningar.

Kaldar staðreyndir

Annie Chapman

Hér verða raktar nokkrar kaldar staðreyndir um verklag kvennamorðingjans og það umhverfi sem hann starfaði í. Þar ber hvergi á þeim glæsibrag sem kvikmyndafólk bregður gjarnan upp.

Morð voru algeng í East End á þeim tímum og kipptu sér fæstir upp við það þótt lík fyndust hér og hvar í borgarhlutanum. En illa leikin lík fimm vændiskvenna sem myrtar voru með skömmu millibili í Whitechapel-hverfi báru þess merki að sami maður hefði staðið verið að verki. Morðin voru öll framin á tiltölulega þröngu svæði. Konurnar voru allar skornar eyrna á milli og ristar á kviðinn og innyfli skorin og fjarlægð.

Fyrsta fórnarlambið var Mary Ann Nichöls, 42 ára gömul vændiskona. Lík hennar fannst í húsasundi. Þar lá hún á bakinu. Pilsið var flett upp fyrir hné og höfuðið nær alveg skorið af. Fimm framtennur voru brotnar úr gómnum.

Átta dögum síðar fannst lík Annia Chapman í húsagarði skammt frá. Hún var 45 ára og hafði sama starfa og Mary Ann. Höfuð hennar var skorið frá búknum og hálsinn rifinn upp niður á við. Hún var rist á kviðinn og legið og gallblaðran fjarlægt og borið á brott

Hræðsla og örvænting greip nú um sig í East End. Á þessum tíma bjuggu þar um 900 þúsund manns við ömurlegar aðstæður. Borgarhlutinn var vanræktur, húsnæði ekki fólki bjóðandi og örbirgðin og óþverrinn blöstu hvarvetna við. Drykkjuskapur og vændi var almennt og konur voru beittar ofbeldi og sættu misþyrmingum á hverri nóttu en meðferðin á þeim konum sem hér eru nefndar var svo hroðaleg að óhug sló á jafnvel harðvítugustu ofbeldisseggi borgarhlutans.

Lögreglan fékk fjölda ábendinga um menn sem þóttu grunsamlegir og voru nokkrir viðskiptavinir kvennanna yfirheyrðir og auglýst eftir ábendingum í blöðum. En enginn var nokkru nær fremur en nú. Strax komst orðrómur á kreik um að morðinginn væri læknir sem byggi yfir þekkingu á mannslíkamanum og kynni að beita hnífum á fólk. En síðara morðið og enn fleiri afsönnuðu þá tilgátu fullkomlega. Engu var líkara en að þar hefði verið snarbrjálaður slátrari að verki sem gaf sér lítinn tíma til að misþyrma konunum lifandi og látnum.

Næstu tvö fórnarlömb Jacks the Rippers fundust aðfaranótt sunnudagsins 30. september 1888. Elisabet Stride, 44 ára gömul sænsk vændiskona, lá í húsasundi, skorin á háls og höfuðið næstum af. En ódæðismaðurinn hefur verið truflaður í miðju verki því aðrir áverkar voru ekki á líkinu. Það var götusali sem gekk fram á lík konunnar þar sem hún lá í blóði sínu. Þá var klukkan 01.00. Þegar lögregluna bar að var líkið enn volgt. Fimmtán mínútum síðar gekk lögreglumaður á eftirlitsferð fram á annað konulík

Catherine Eddowes var 43 ára vændiskona. Lík hennar var hræðilega leikið, rist frá hálsi niður á nára og líffærin rifin úr og voru líkamsleifarnar tættar. Ekki var óeðlilegt að fólk héldi að óargadýr hefði drepið konurnar en ekki mennsk vera.

Mikilvæg ábending fannst skrifuð með krít á vegg nærri morðstaðnum, sem þó þarf ekki að standa í neinu sambandi við meðferðina á konunum.

„Gyðingarnir eru karlar sem ekki verða ásakaðir um neitt.“

Aaron Kosminski

Þegar lögreglustjórinn í London kom á staðinn kl. 5.00 að morgni lét hann þvo skriftina af veggnum og útskýrði síðar að hann vildi ekki ala á fordómum gegn gyðingum en þeir voru fjölmennir í hverfinu og áttu húsin sem konurnar fundust við eða í.

Almenningi þótti illa staðið að því að handsama morðingjann og krafist var uppsagnar lögreglustjórans í London.

Þá birti fréttastofa bréf sem henni barst. Var það undirritað Jack the Ripper og kvaðst hann vera morðinginn sem allir leituðu að og óttuðust. Fleiri orðsendingar fylgdu i kjölfarið og með hinni þriðju fylgdi í umslagi hálft nýra. Því fylgdu þau skilaboð að líffærið væri úr einni af konunni sem hann myrti. Hefði hann skorið það i tvennt og sent annan helminginn en hinn hefði steikt og étið.

Ung og aðlaðandi

Elizabeth Stride

Fimmta og síðasta morðið, sem venjulega er eignað Jack the Ripper, var framið fjörutíu dögum eftir að hann drap konurnar tvær sömu nóttina. Það var að sumu leyti ólíkt hinum fyrri. Fórnarlambið var ung og aðlaðandi vændiskona. Hún var myrt innan dyra en lík hennar var verr leikið en nokkurt annað fyrr eða síðar. Mary Jane Kelly varð 24 ára. Hún var myrt í bakherbergi í leiguhjalli og var það starfsmaður leigusalans sem fyrstur kom að óhugnaðinum aðfaranótt þriðjudagsins 9. nóvember.

Lögreglunni var þegar gert viðvart en það liðu þrjár klukkustundir áður en hún kom á vettvang. Ástæðan fyrir seinaganginum var sú að daginn áður hafði lögreglustjórinn í London sagt af sér og stóð endurskipulagning á liðinu yfir. Aðkoman var hræðileg. Nef og brjóst konunnar voru skorin af og lágu á borði í herberginu. Líkið var sundurtætt og líffæri og innyfli rifin úr. Sum voru horfin en önnur lágu í rúmi. Mary Jane var komin þrjá mánuði á leið.

Sagt er að Warren lögreglustjóri, sem varð að segja af sér vegna dugleysis lögreglunnar við að hafa uppi á morðingjanum, hafi sagt dóttursyni sínum að hann héldi að morðinginn hefði verið kynferðislega brenglaður ofstopamaður sem hefði framið sjálfsmorð eftir síðasta verknað sinn – kannski ungur læknir sem hvarf en lík hans fannst á gamlársdag 1888 í Thamesá.

Aðrir töldu að morðinginn væri rússneskur læknir sem var tíðum lokaður inni á geðveikrahæli vegna þess að hann var talinn morðóður. En aldrei var hægt að sanna að hann hefði verið nærri þeim stöðum sem morðin voru framin á. Jack the Ripper er eins leyndardómsfullur nú og á haustmánuðum 1888 þegar hann fyllti íbúa London hryllingi og ótta.

Það er einmitt þess vegna sem fólki enn í dag finnast frásagnir af honum áhugaverðar og kviðristufræðingunum fjölgar með hverri nýrri kynslóð. En vafasamt er að þessi ógeðslegi morðingi, hver sem hann var, eigi skilið alla þá afhygli sem hann nýtur. Kannski finna óforbetranlegir áhugamenn um Kobba kviðristu til einhvers konar samkenndar og guð forði manni sem lengst frá þeim.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf