fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Dularfullt hvarf 17 ára menntaskólanema – Var á ferðalagi í Bretlandi með framhaldsskóla

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. mars 2019 07:01

Horft yfir Manchester. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku fór hópur nemenda úr Ungdomsskolen Helsingør í Danmörku í skólaferðalag til Manchester á Englandi. Á fimmtudaginn fóru nemendurnir út að hlaupa að morgni, allir nema einn. Sá sem ekki fór með að hlaupa er 17 ára er piltur. Hann bar vanlíðan við og ætlaði að vera á hótelinu á meðan hinir nemendurnir fóru að hlaupa.

Þegar þeir komu aftur var pilturinn horfinn af hótelinu og hefur ekkert heyrst frá honum síðan. Breska lögreglan rannsakar málið. Upptökur úr eftirlitsmyndavélum hótelsins sýna að pilturinn yfirgaf hótelið, íklæddur íþróttafatnaði, skömmu eftir að skólasystkin hans fóru út að hlaupa. Meðferðis hafði hann öll persónuleg skjöl og hleðslutæki fyrir gamlan farsíma sinn.

Nemandinn er ekki danskur ríkisborgari en er með dvalarleyfi í Danmörku. Hann tók skjöl um dvalarleyfið með sér þegar hann hvarf. Allt bendir því til að hann hafi látið sig hverfa af sjálfsdáðum. Ekki er vitað af hverju eða hvert hann gæti hafa farið en málið er enn í rannsókna hjá dönskum og breskum yfirvöldum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?