fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Ef þú hættir þessu getur kynhvötin aukist all verulega

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. mars 2019 18:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með litlum og fáum breytingum er hægt að auka kynhvötina til muna. Þetta segir Matthew Walker, prófessor í taugafræði og sálfræði við Kaliforníuháskóla.

Hann kemur fram í sænsk/norska spjallþættinum Skavlan um næstu helgi þar sem hann ræðir þetta. Þau ráð sem hann gefur fólki fela ekki í sér lyfjatöku eða ráðgjöf hjá sérfræðingum.

Þetta snýst um svefn segir Walker. Hann segir að hjá körlum sem fá ekki nægilega góðan svefn geti magn testósteróns í líkamanum orðið á við það sem gerist hjá körlum sem eru 10 árum eldri.

„Við vitum að fyrir hverja klukkustund svefns sem kona bætir við sig eykst kynhvötin um 13-15 prósent.“

Hann telur að nokkrar litlar og einfaldar breytingar hjá fólki geti skilað betri svefni og þar með meiri kynhvöt og áhuga á kynlífi.

Hann segir að oft sé það þannig að annar makinn trufli svefn hins, til dæmis með hrotum eða þá að hann hreyfi sig mikið í svefni. Hann leggur því til það sem hann nefnir „svefnskilnað“. Þá sefur fólk í sitthvoru herberginu eða sitthvoru rúminu. Með þessu geti fólk fengið betri svefn. Hann segir það rangt sem sagt er að ef fólk sofi ekki saman stundi það ekki kynlíf, það sé frekar á hinn veginn.

Hann telur að fólk þurfi átta klukkustunda svefn á hverri nóttu til að líkaminn og heilinn fái þá hvíld sem nauðsynleg er. Hann varar fólk við að drekka áfengi fyrir svefninn því það slíti svefninn í sundur og valdi því að fólk hvílist ekki eins vel. Þá ráðleggur hann fólki að draga úr kaffineyslu yfir daginn, kaffi trufli svefn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar