fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Harry Potter aðdáandi slær heimsmet með risavöxnu safni sínu

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 26. mars 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Victoria Maclean 39 ára þriggja barna móðir sem búsett er í Neatn í Suður Wales á Englandi hefur síðustu 18 ár safnað af miklum móði 3686 hlutum í stórt og veglegt Harry Potter safn sitt.

Hlutina varðveitir hún heima hjá sér, þar á meðal uppáhalds hlut hennar og um leið þann fágætasta, 24 karata gull húðað snitchpúsl frá Japan.

„Mig minnir að það hafi komið út á sama tíma og Chamber of Secrets (Harry Potter og leyniklefinn). Það voru gerð 5 þúsund eintök og það tók mig um sex mánuði að eignast eintak. En ekki taka það í sundur, því það er mjög erfitt að setja það aftur saman!“


Maclean segir að ástríðan fyrir Harry Potter og Fantastic Beasts hafi byrjað þegar hún var 21 árs, þegar hún las fyrstu bókina í bókaflokknum, Harry Potter and the Philosopher´s Stone, árið 2001, fjórum árum eftir að bókin kom út.

Síðan þá hefur hún bókstaflega safnað öllu sem hún sér, sem tengist Harry Potter.

Heimsmetabók Guinnes fór vandlega yfir safn Maclean, telja þurfti hvern einasta hlut og mynda og skrásetja áður en Maclean fékk afhent skjal um að hún hefði slegið nýtt heimsmet.

Fyrra met átti Menahem Asher Silva Vargas frá Mexíkó, sem öðlaðist heimsmetið 5. nóvember 2013. Uppáhaldshlutur hans er hringlótt veggskraut sem inniheldur mynd af Harry Potter í Leyniklefanum, hluturinn var gjöf frá Móður Vargas.

Maclean hefur ekki látið sér duga að láta safnið yfirtaka heimili sitt, því hún heldur einnig úti YouTube rás og Facebook-síðu þar sem hún póstar reglulega efni, myndum og myndböndum úr safni sínu.

Það er tilvalið fyrir Harry Potter aðdáendur, nýja sem eldri, að skoða safn Maclean nú þegar 20 ár eru liðin frá því fyrsta bókin kom út á íslensku.

Hér má sjá nokkrar myndir úr risavöxnu safni Maclean.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf