fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Hryllingur í Venesúela: „Það var eins og þeir væru andsetnir“

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 26. mars 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Engum sem fylgist með heimsfréttunum dylst að staða mála í Venesúela er grafalvarleg. Landið glímir við óðaverðbólgu og verulega bágborinn efnahag með tilheyrandi skorti á nauðsynjavörum.

Hingað til hafa fréttir einna helst borist frá höfuðborginni Caracas en staðan í næstfjölmennustu borg landsins, Maracaibo, er ekki síður alvarleg staða eins og blaðamaður Guardian komst að raun um.

Fyrr í þessum mánuði var rafmagnslaust svo dögum skiptir í borginni og sáu fjölmörg glæpagengi sér leik á borði og gengu berserksgang um götur. Menn vopnaðir hnífum, kylfum og öxum frömdu skemmdarverk á verslunum þar sem öllu sem hægt var að stela var stolið.

„Hryllingur, ótti og örvænting,“ segir María Villalobos, 35 ára blaðakona í borginni, þegar hún er beðin um að lýsa ástandinu. Sjálf segist María hafa talið að borgarastyrjöld væri í aðsigi. Eiginmaður hennar, Luis González, tekur undir en það sem hjónin sáu rennur þeim seint úr minni. Vopnaðir menn ruddust inn í vöruhús, verslanir og jafnvel kirkjur þar sem hlutir voru eyðilagðir eða þeim stolið.

„Það var eins og þeir væru andsetnir,“ segir Luis sem er 39 ára bílstjóri.

Um 1,6 milljónir manna eru búsettar í borginni en segja má að allt hafi farið í bál og brand skömmu eftir að rafmagnslaust varð í borginni þann 10. mars síðastliðinn. Maracaibo var eitt sinn líkt við olíuborgina Houston í Bandaríkjunum; það þótti nokkuð eftirsóknarvert að búa í borginni á sínum tíma en það var þá. Nú er vatn af skornum skammti, rafmagn fer reglulega af borginni og þá er ekki hlaupið að því að ná sér í eldsneyti.

Staða mála í borginni hefur valdið íbúum hugarangri og eru margir reiðir yfir stöðu mála. „Þetta er eins og að upplifa stríð. Hver einasti dagur er erfiður,“ segir Yelenia Barrera, 31 árs fjögurra barna móðir í borginni.

Þegar rafmagn fór af í byrjun mánaðarins þustu margir íbúar út á götu. Óánægjan fór stigvaxandi og að lokum sauð upp úr þegar þjófar og glæpagengi gengu berserksgang. Í einni verslunarmiðstöð í Maracaibo var ráðist inn í 107 verslanir af 270. Þá gekk um hundrað manna hópur berserksgang á Brisas del Norte-hótelinu í borginni og lagði allt í rúst.

Erfitt er að geta sér til um hvað gerist næst í Venesúela en nær daglega allan mánuðinn hafa borist fréttir af rafmagnsleysi og óöld í borgum landsins. Þrýstingurinn á forseta landsins, Nicolas Maduro, að segja af sér fer vaxandi með hverjum deginum sem líður en hann virðist ætla að sitja sem fastast.

Hér má lesa umfjöllun Guardian.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?