fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Tvö ungmenni lögð inn á sjúkrahús eftir neyslu á orkudrykkjum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. mars 2019 07:05

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir um hálfu ári síðan varð að leggja Thea Loeva, frá Gävle í Svíþjóð, inn á sjúkrahús eftir neyslu hennar á orkudrykkjum. Hún er 18 ára. Sömu sögu er að segja af Filip Säll, frá Kilafors í Svíþjóð. Hann er 17 ára. Þau segja þetta hafa verið hræðilega lífsreynslu.

Þau sögðu sögu sína nýlega í sænska dagblaðinu Expressen í tengslum við umfjöllun um innleiðingu hertra reglna um orkudrykki. Sænska Livsmedelsverket, sem er matvælaeftirlitsstofnun landsins, hefur rannsakað neyslu ungmenna á orkudrykkjum og hefur í kjölfarið lagt til að þak verði sett á leyfilegt magn koffíns í þeim. Þetta er gert vegna margra alvarlegra atvika í tengslum við neyslu orkudrykkja.

Thea var lögð inn á sjúkrahús fyrir um hálfu ári eftir ofneyslu orkudrykkja en á þeim tíma drakk hún Red Bull og Powerking.

„Ég fékk mér fyrsta orkudrykkinn á milli klukkan sjö og átta um morguninn. Skömmu eftir að ég hafði drukkið helminginn af þriðju dósinni jókst hjartslátturinn mikið. Ég fékk verki fyrir brjóstið og átti erfitt með andardrátt. Það var eins og hjartað vildi hoppa út úr líkamanum.“

Síðan hneig hún niður og var í kjölfarið flutt á sjúkrahús. Þar voru gerðar margar rannsóknir á henni til að kanna hvort hún hefði fengið hjartaáfall. Svo reyndist ekki vera. Niðurstaðan var að hún hefði verið með of mikið koffín í líkamanum.

Saga Filip er svipuð en hann var að horfa á hokkíleik fyrir um ári. Hann gat ekki spilað vegna meiðsla og sat því og horfði á leikinn. Hann þurfti að taka hóstasaft á þessum tíma en hún innihélt morfín. Hann drakk síðan þrjár dósir af orkudrykk á stuttum tíma eins og Thea. Honum fór fljótlega að líða illa og fóru foreldrar hans með hann á sjúkrahús.

„Ég var mjög hræddur. Þetta var hræðilegt. Ég náði næstum ekki andanum og hafði verki fyrir brjósti.“

Evrópska matvælastofnunin EFSA hefur komist að þeirri niðurstöðu að 60 kílóa manneskja megi drekka einn orkudrykk á dag. Þá er hámarki koffínmagns í líkamanum náð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?