fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Kaffi er ekki lífsnauðsyn – Verður fjarlægt úr neyðarbirgðum Svisslendinga

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 14. apríl 2019 18:00

Þetta er umdeild ákvörðun.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svissnesk stjórnvöld hafa nú lýst því yfir að kaffi sé ekki „skilyrði“ fyrir að fólk komist af. Með þessari yfirlýsingu geta stjórnvöld hætt að eiga neyðarbirgðir af kaffi fyrir þjóðina. Slíkt birgðahald hófst í Sviss á milli fyrri og síðari heimsstyrjaldarinnar og hefur verið við lýði síðan.

Neyðarbirgðunum var ætlað að mæta kaffiþörf landsmanna ef til stríðsátaka kæmi eða ef farsóttir eða náttúruhamfarir stöðvuðu kaffiinnflutning til landsins. Stjórnvöld vonast til að geta hætt að eiga kaffibirgðir 2022 en andstaða við þessar fyrirætlanir fer vaxandi innanlands. Rökin sem færð eru fyrir þessari stefnubreytingu er að kaffi sé nær hitaeiningasnautt og því ekki nauðsynlegt til að tryggja næringu þjóðarinnar.

Nú eiga Svisslendingar 15.300 tonn af neyðarkaffi í geymslum en það dugir þjóðinni í þrjá mánuði.

Endanlega ákvörðun verður tekin um málið í nóvember. BBC skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Orrustan um Bretland

Orrustan um Bretland
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku