fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Pressan

Vampíran í Atlashverfi: Blóð sænsku portkonunnar Lilly Lindeström var drukkið

Ritstjórn Pressunnar
Laugardaginn 20. apríl 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt dularfyllsta morðmál Svíþjóðar átti sér stað um mánaðamótin maí apríl árið 1932. Morðmálið er oftast kennt við Atlas-hverfið í Stokkhólmi en þar bjó fórnarlambið Lilly Lindeström. Fannst hún látin í íbúð sinni í nágrenni við torg heilags Eiríks.

Við rannsókn á morði hennar kom í ljós að hún hafði fengið mjög þungt höfuðhögg sem splundraði höfuðkúpu hennar. Ískyggilegra var þó að rannsóknarlögreglumenn tóku eftir því að einhver hafði drukkið blóð hennar eftir dauða hennar. Enn þann dag í dag er lögreglan engu nær um hver myrti hana og er raunar flest á huldu um morðið.

Lindeström var þrjátíu og tveggja ára er hún var myrt og hafði hún starfað sem portkona um nokkurt skeið. Nágranni hennar á neðri hæð og vinkona var sú seinasta sem hafði séð hana lifandi, að morðingjanum frátöldum.

Að hennar sögn hafði Lindeström komið til hennar að kvöldlagi, nokkrum dögum áður en hún fannst látin, og beðið um smokka að láni. Vinkonan heyrði svo ekkert í henni eftir það. Fannst henni það sérkennilegt og hringdi því á lögregluna. Braust lögreglan inn og sá þá undireins nakið lík á sófa. Fundust föt hennar snyrtilega brotin saman á stól.

Fljótlega varð ljóst að Lindeström hafði verið blóðtæmd og blóðið drukkið en samkvæmt rannsóknarlögreglumönnum fannst stór sleif sem þakin var storknuðu blóði. Þrátt fyrir mikla leit fann lögreglan engin grunsamleg fingraför í íbúð Lindeström. Sænska þáttaröðin Veckans brott skoðaði morðmálið árið 2012 og kom þar fram að notaður smokkur hafi fundist í klofi Lindeström og voru leiddar að því líkur að í dag hefði morðið verið leyst með því að taka lífsýni úr smokknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV
Pressan
Í gær

„Geimhöfuðverkur“ er vandamál sem geimfarar glíma við

„Geimhöfuðverkur“ er vandamál sem geimfarar glíma við
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamanni er brugðið vegna niðurstöðu nýrrar rannsóknar

Vísindamanni er brugðið vegna niðurstöðu nýrrar rannsóknar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fimm í lífshættu eftir sprengingu í Danmörku – Talið að þurrsjampó hafi komið við sögu

Fimm í lífshættu eftir sprengingu í Danmörku – Talið að þurrsjampó hafi komið við sögu