fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

16 þúsund vilja láta reka kennarann: „Algjörlega ömurlegt. Hann svaraði 13 á 3 mínútum!“

Ritstjórn Pressunnar
Sunnudaginn 21. apríl 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að athugasemd sem stærðfræðikennari drengs í 2. bekk skrifaði á verkefni sem drengurinn skilaði hafi dregið dilk á eftir sér. Nú hafa rúmlega sextán þúsund manns skrifað undir áskorun á netinu þess efnis að kennarinn, Alyssa Rupp Bohenek, verði rekinn.

Chris Piland, faðir drengsins, birti mynd af verkefninu og athugasemd á Facebook-síðu sinni og er óhætt að segja að myndin hafi farið víða. „Algjörlega ömurlegt. Hann svaraði 13 á 3 mínútum! Sorlegt,“ sagði kennarinn sem lét síðan fýlukall fylgja.


Sonur Chris er sem fyrr segir í 2. bekk en í bekknum eru 7 til 8 ára börn. Hann stundar nám við Valley View-barnaskólann í Archibald í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum.

Í færslu sinni skrifaði Chris að Alyssa hafi verið dónaleg við þá feðga í allan vetur. Sagðist hann vera bálreiður yfir skilaboðunum sem biðu á verkefninu, enda ekki beinlínis uppbyggileg orðin sem þar voru.

Chris var ekki sá eini sem var hneykslaður því einhver stofnaði fyrrnefnda undirskriftasöfnun þar sem sextán þúsund manns hafa kvittað undir. „Það er engine ástæða til að niðurlægja barn á þennan hátt,“ sagði til að mynda einn sem kvittaði undir.

Skólayfirvöld rannsaka nú málið en skólastjórinn, Rose Minniti, segir að undirskriftarsöfnun muni engu breyta um ákvörðun skólans, hver sem hún verður. Tekið verði á málinu á faglegan hátt og þrýstingur frá samfélagsmiðlum muni engu breyta. „Við munum byggja allar ákvarðanir okkar á staðreyndum og sönnunargögnum,“ segir Rose.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Í gær

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“