fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Danskur eigandi Vero Moda og Jack og Jones missti þrjú börn í hryðjuverkaárásunum á Sri Lanka í gær

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. apríl 2019 07:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staðfest hefur verið að þrjú dönsk börn létust í hryðjuverkaárásunum á Sri Lanka í gær. Þau voru systkin og voru í fríi með foreldrum sínum. Fjórða systkinið og foreldrarnir sluppu lifandi frá hryllingnum. Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra, batt í gær enda á páskafrí sitt og hélt heim á leið frá Færeyjum.

Hann ræddi stuttlega við fréttamenn í gærkvöldi og staðfesti þá að Danir væru á meðal hinna föllnu.

„Þetta fyllir mig sorg og sársauka. Það er ómögulegt að setja sig inn í þessa martröð sem fólk gengur nú í gegnum. Þetta er óendanlega sárt og það er hræðilegt að vita að fjölskyldur voru myrtar í dag.“

Sagði Lars Løkke sem var greinilega djúpt snortinn.

Hann sagði að dönsk yfirvöld muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að aðstoða Dani á Sri Lanka. Talið er að um 2.000 Danir séu þar núna.

Danski herinn sendi í gær flugvél til Colombo, höfuðborgar Sri Lanka. Danir eru ekki með sendiráð á Sri Lanka en norska sendiráðið gætir hagsmuna Dana í landinu og hafa Danir aðgang að öllum starfsmönnum sendiráðsins og öðru er þeir kunna að þarfnast. Með flugvélinni fóru lögreglumenn, starfsfólk frá utanríkisráðuneytinu og almannavörnum. Neyðarþjónustu verður komið upp í Colombo fyrir Dani.

Dönsku börnin þrjú voru í fríi á Sri Lanka með foreldrum sínum, þeim Anders Holch Povlsen og Anne Holch Povlsen. Anders er ríkasti maður Danmerkur að mati Bloomberg sem segir hann eiga rúmlega 41 milljarð danskra króna. Hann á Bestseller fatafyrirtækið sem á meðal annars hin þekktu vörumerki Vero Moda og Jack & Jones. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins staðfesti við danska og norska fjölmiðla nú í morgun að þrjú börn Anne og Anders hefðu látið lífið í hryðjuverkaárásunum.

Yfirvöld á Sri Lanka staðfestu í morgun að 290 hafi látist í ódæðisverkunum. Um 500 særðust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf