fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Systur köstuðu höfuðfatnaðinum og flúðu frá Sádi-Arabíu – „Við þörfnumst hjálpar“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. apríl 2019 07:02

Wafa og Maha.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir um tveimur vikum síðan tókst systrunum Wafa og Maha al-Subaie, 25 og 28 ára, að flýja frá Sádi-Arabíu til Georgíu þar sem þær hafa beðið um pólitískt hæli. Í síðustu viku stofnuðu þær reikning á Twitter sem þær hafa síðan notað til að leita hjálpar og segja sögu sína.

„Við erum tvær sádi-arabískar systur sem flúðu frá Sádi-Arabíu til að leita hælis. En fjölskylda okkar og sádi-arabísk stjórnvöld hafa ógilt vegabréf okkar og erum við fastar í Georgíu. Við þörfnumst hjálpar ykkar.“

Skrifuðu þær í fyrstu færslu sinni. Þær hafa síðan birt myndir og myndbönd af sér og vegabréfum sínum til að sanna að þær séu að segja satt. Á vegabréfsmyndunum eru þær með hefðbundinn höfuðfatnað sádi-arabískra kvenna og hylja því andlit sitt. En á myndunum, sem eru teknar eftir flóttann, eru þær án höfuðfatnaðar og sýna andlit sín.

Þær segja að þeim hafi verið misþyrmt bæði andlega og líkamlega af fjölskyldu sinni og að þær hafi skipulagt flóttann í fimm ár.

Eftir opinbert hjálparákall þeirra komst lögreglan í Georgíu á slóð þeirra og kom til þeirra á fimmtudaginn. Þá vildi svo til að fréttamenn frá CNN voru hjá þeim. Systurnar óttuðust að þær yrðu handteknar og framseldar til Sádi-Arabíu. En hvort það var rétt eður ei eða hvort eitthvað hafi breyst vegna veru fréttamanna CNN hjá systrunum hefur ekki komið fram en innanríkisráðuneyti Georgíu sendi frá sér fréttatilkynningu í kjölfarið þar sem fram kemur að lögreglan hafi aðeins heimsótt systurnar til að „bjóða þeim aðstoð og tryggingu fyrir öryggi þeirra“. Ráðuneytið staðfesti einnig að engir aðrir úr fjölskyldu systranna hafi komið til landsins en systurnar óttast það mikið.

Í samtali við CNN sögðu systurnar að stór hluti ástæðunnar fyrir flótta þeirra væri að hin mikla kúgun sem konur búa við í Sádi-Arabíu. Þar geta þær sig nánast ekki hreyft án samþykkis karlmanns, eiginmanns eða einhvers sem er skyldur þeim, sem er einhverskonar „umsjónarmaður“ þeirra.

„Þú lifir bara einu sinni og þetta er ekki líf. Ég verð að biðja um leyfi fyrir öllu: Að fá vinnu, að flytja, að giftast. Þetta eru grundvallarréttindi sem við höfum ekki.“

Sagði Wafa í samtali við CNN.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar