fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Dönsku foreldrarnir sem misstu þrjú börn á Sri Lanka tjá sig um atvikið

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 26. apríl 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Minningarathöfn var haldin um þrjú dönsk börn sem létust í hryðjuverkaárásunum á Sri Lanka um páskana. Anders Holch Povlsen, eigandi Asos og Bestseller, og eiginkona hans, Anne, þökkuðu fyrir þann stuðning sem fjölskyldan hefur fengið undanfarna daga.

Hjónin áttu fjögur börn og létust þrjú þeirra; sonurinn Alfred og dæturnar Alma og Agnes. Þriðja dóttirin, Astrid, komst lífs af. Anders slasaðist sjálfur lítillega í árásinni.

Minningarathöfnin var haldin í bænum Brande í Danmörku í gær og þar las presturinn, Arne Holst-Larsen, skilaboð frá Anders og Anne.

Í skilaboðunum sögðu þau að andlát barna þeirra væri hrikalegt áfall en fjölskyldan ætlaði sér að standa saman í því sorgarferli sem fram undan er. Þá þökkuðu þau fyrir þann hlýhug og þann mikla stuðning sem fjölskyldan hefur fundið fyrir undanfarna daga.

Um sjö hundruð manns mættu í athöfnina og var sorgin áþreifanleg. Margir voru með kerti eða kyndla meðferðis og þá voru sálmar sungnir og farið með bænir.

Fjölskyldan var á Shangri-La hótelinu í höfuðborginni Colombo þegar tveir árásarmenn gengu inn á hótelið og sprengdu sig í loft upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Í gær

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“