fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Faldi sig heima hjá fyrrverandi kærustunni – Klósettsetan kom upp um hann

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 26. apríl 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konu einni í Pittsburgh í Bandaríkjunum var illa brugðið um liðna helgi þegar hún komst að því að fyrrverandi kærasti hennar, maður sem hún hafði nokkrum vikum áður fengið nálgunarbann gegn, dvaldi á heimili hennar.

Konan sagði við lögreglu að hana hafi grunað að óboðinn gestur hefði verið á heimilinu þegar klósettsetan hafði verið skilin eftir uppi. Þá rakst hún á teppi á gólfinu í kjallaranum, teppi sem hún kannaðist ekki við að hafa skilið eftir.

Það var svo síðastliðinn laugardag að grunur konunnar fékkst staðfestur. Þá gerði maðurinn, Cary Cocuzzy, sig líklegan til að ráðast á hana. Stökk hann úr felum bak við hurð og lagði hendur fyrir munn fyrrverandi kærustu sinnar. Hún náði að losa sig og kalla eftir aðstoð.

Konan hafði fengið nálgunarbann gegn Cary fyrir mánuði vegna ofbeldis sem hann hafði beitt hana. Hann mátti ekki setja sig í samband við hana og varð að halda sig í ákveðinni fjarlægð frá heimili hennar.

Konan, sem er 37 ára, segir við bandaríska fjölmiðla að hún sé þakklát fyrir að tvær dætur hennar hafi ekki verið heima þegar Cary reyndi að ráðast á hana. Hvetur hún konur til að vanda sig þegar kemur að því að velja sér maka.

Cary, sem er 31 árs, sagði við lögreglu að hann hefði ekki átt í nein hús og vildi ekki búa á götunni. Hann viðurkenndi að hafa sofið uppi á háalofti konunnar og leikur grunur á að hann hafi búið í húsinu, að stóru leyti, undanfarnar tvær vikur. Hann hefur verið ákærður fyrir innbrot og þarf að mæta fyrir dómara þann 2. maí næstkomandi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug