fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Pressan

Hún fékk sms nokkrum klukkustundum fyrir brúðkaupið – Það breytti öllu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. apríl 2019 07:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brúðkaupsdagurinn var runninn upp og Casey gat varla beðið eftir að játast unnusta sínum, Alex, en nokkrum klukkustundum áður en þau áttu að ganga upp að altarinu fékk hún sms. Það breytti öllu.

„Ég stóð þarna í brúðarkjólnum og horfði á spennt andlit fjölskyldu og vina. Hendur mínar skulfu en ekki eins mikið og ég skalf innra með mér. Þetta átti að vera hamingjusamasti dagur lífs míns en þess í stað vissi ég að þetta var endirinn á draumasambandi mínu og að allir myndu verða vitni að því. Alex og ég höfðu verið saman í sex ár. Mér fannst hann vera sá eini rétti um leið og ég hitti hann. Fjölskyldur okkar urðu vinir, líf okkar tvinnuðust saman og ég var viss um að við myndum lifa hamingjusöm saman alla tíð.“

Svona hefjast skrif Casey um það sem gerðist þennan örlagaríka dag en færslan var birt á vefsíðunni Whimn. Síðan heldur hún áfram:

„Á síðasta kvöldi mínu sem ógift kona var ég með bestu vinkonum mínum á hótelinu. Hljóð heyrðist frá símanum mínum og ég sótti hann. En skilaboðin voru ólík öllum hinum sem óskuðu mér ástar og gæfu. Þessi skilaboð komu okkur öllum á óvart. Skilaboðin voru skjáskot send úr númeri sem ég kannaðist ekki við. Með þeim stóð: „Ég myndi ekki giftast honum. Ætlar þú að gera það?“

„Skjáskotin voru af skilaboðum sem höfðu gengið á milli verðandi eiginmanns míns og annarrar konu. Þau voru mörg, þar á meðal sjálfsmyndir af þeim. Hún var algjör andstæða mín. Ég er ljóshærð en hún var dökkhærð. Skilaboðin voru dagsett aðeins nokkrum dögum áður. Heili minn gat ekki melt hvað var að gerast. Það var enginn vafi á að skilaboðin voru ekki uppspuni. Ég vissi það bara.“

Skyndilega vissi ég að ég var kjáni

„Þessa helgi. Þú og ég. Það er ákveðið.“

„Líkami þinn er alveg ótrúlegur. Og þú veist svo sannarlega hvernig á að nota hann. Ég vildi óska að kærastan mín kynni helminginn af því sem þú kannt.“

„Ég sakna þín svo mikið og get ekki hætt að hugsa um þig.“

„Hvert orð var eins og rýtingsstunga í hjarta mitt og brúðkaupið átti að vera innan nokkurra klukkustunda. Hvernig gat ég aflýst því þegar fólk var búið að ferðast hingað og búið var að borga allt?

Ég brast í grát. Vinkonur mínar hótuðu að beita hann allskonar ofbeldi. Þær vildu að ég hringdi strax í hann og aflýsti brúðkaupinu. En ég elskaði Alex. Ég vildi giftast honum á morgun. Ég var í of miklu áfalli til að geta verið reið. Ég hringdi ekki í hann.

Að lokum reyndi ég að fara að sofa. Mér kom ekki dúr á auga og þegar dagur rann loks upp vakti ég vinkonurnar og sagði þeim frá ákvörðun minni. Ég ætlaði að mæta í athöfnina og láta hann heyra það fyrir framan alla.

Ég gekk að altarinu skjálfandi á hnjánum. Draumakjólinn var nú bara búningur. Þegar hann sá andlit mitt vissi hann að þetta var ekki bara spennt kona á stóra deginum sínum en hann hafði enga hugmynd um það sem var í vændum. Þegar ég kom að altarinu dró ég andann djúpt og sneri mér að vinum okkar, foreldrum og ættingjum og sagði þeim sannleikann um Alex.

„Það verður ekkert brúðkaup í dag,“ sagði ég.

Það virðist sem Alex sé ekki sá sem ég hélt að hann væri.

Kliður fór um viðstadda og Alex reyndi að grípa um hendur mínar en ég lagði blómin frá mér til að sýna símann í höndum mér. Ég las öll skilaboðin upp. Með hverju orði hvarf liturinn úr andliti Alex. Ég leit tárvotum augum á hann en hann hafði ekkert að segja. Hann stormaði út úr kirkjunni og svaramaður hans á eftir honum. Fjölskylda hans fylgdist með, illa brugðið.“

Lokaávarpið

„Ég elska ykkur öll og eins hræðilegt og þetta er þá er ég ánægð með að þið eruð hér. Það verður engin brúðkaupsveisla í dag en í staðinn munum við fagna heiðarleika, sannri ást og hvernig á að fylgja hjarta sínu, jafnvel þótt það sé vont.“

„Fólk klappaði vandræðalega og fagnaði örlítið. Hver voru réttu viðbrögðin við þessari frétt? Þetta var að minnsta kosti ekki brúðkaupsdagurinn sem ég hafði vonast eftir en það jákvæða var að við héldum heljarinnar gott partý.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?
Pressan
Í gær

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða
Pressan
Í gær

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur
Pressan
Í gær

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV
Pressan
Fyrir 3 dögum

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum