fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Ný rannsókn – Rafrettur geta verið fullar af sveppum og bakteríum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. apríl 2019 07:02

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rafrettur hafa verið kynntar til sögunnar sem heilbrigðari valkostur en reykingar en þær eru kannski ekki svo heilsusamlegar eins og af er látið. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar þá eru rafrettur fullar af sveppum og bakteríum sem skaða lungun.

Rannsóknin var gerð af vísindamönnum við Harvard School of Public Health að sögn NBC News.

„Það að eiturefni hafi fundist í rafrettum styrkir þær vaxandi áhyggjur sem við höfum af rafrettum.“

Hefur NBC News eftir David Christiani, prófessor í umhverfiserfðafræði, sem vann að rannsókninni.

Ásamt félögum sínum rannsakaði hann 75 vörur frá 10 vinsælustu rafrettumerkjunum í Bandaríkjunum. Í 17 af þessum 75 vörum, eða 23 prósent þeirra, fundust leifar af inneitri (endotoxin). Einnig kom í ljós að meira magn af inneitri var í vörum með ávaxtabragði en öðrum. Í 61 af þessum 75 vörum, eða 81 prósent þeirra, fundust ummerki eftir glucan en það er í frumuvegg flestra sveppategunda. Bæði þessi efni hafa verið tengd við mörg heilsufarsvandamál, þar á meðal astma, minni lungnavirkni og sýkingar.

Vísindamennirnir vita ekki með vissu hvaðan eiturefnin koma en hafa þá kenningu að þau komi frá bómullarveggjum rafretta.

En þrátt fyrir þessar niðurstöðu benda vísindamennirnir á að rannsóknin hafi ekki sannað að rafrettur séu óheilsusamlegri en talið hefur verið fram að þessu. Þeir vonast þó til að rannsóknin geti beint meiri athygli að hugsanlegum heilsufarsáhrifum rafretta.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í vísindaritinu Environmental Health Perspectives.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Í gær

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Í gær

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“