fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Óttast að ný Múhameðskrísa sé í uppsiglingu í Danmörku – „Ég tel að hann ógni eigin öryggi og öryggi Dana“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. apríl 2019 08:03

Rasmus Paludan í mótmælagöngu á vegum Stram Kurs.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á undanförnum vikum hefur lögmaðurinn Rasmus Paludan verið mikið í kastljósi danskra fjölmiðla. Hann er stofnandi stjórnmálaflokksins Stram Kurs sem hefur það að markmiði að hætta móttöku flóttamanna í Danmörku og stöðva það sem flokkurinn kallar íslamsvæðingu.

Paludan er iðinn við að mótmæla á opinberum vettvangi og nýtir sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn oft til að boða til mótmæla þar sem hann er með áróður gegn útlendingum og íslam. Þá er kóraninn oftast meðferðis og henda hann og meðreiðarsveinar hans honum á milli sín og kveikja jafnvel í honum. Skemmst er að minnast að til mikilla átaka kom á Norðurbrú í Kaupmannahöfn nýlega þegar Paludan mótmælti þar.

Hann nýtur mikillar lögregluverndar þar sem hann á sér marga andstæðinga úr röðum öfgasinnaðra íslamista. Tugir lögreglumanna annast öryggisgæslu þegar hann boðar til mótmæla og hleypur kostnaður ríkisins vegna þessa á sem nemur tugum milljóna íslenskra króna á ári.

Hans Jørgen Bonnichsen og Frank Jensen, sem eru báðir fyrrum yfirmenn leyniþjónustu dönsku lögreglunnar (PET), telja að mótmæli og framferði Paludan ógni ekki aðeins öryggi hans sjálfs heldur auki það hryðjuverkaógnina sem steðjar að Danmörku.

„Ég tel að hann ógni eigin öryggi og öryggi Dana,“ sagði Jensen nýlega í samtali við TV2.

„Maður þarf að vera meira en blindur til að hafa ekki áttað sig á að ef maður ögrar öfgasinnuðum íslamistum þá ráðast þeir gegn öllum íbúum þess lands þar sem þetta fer fram. Hann verður skotmark en það verðum við hin líka.“

Sagði hann jafnframt. Bæði hann og Bonnichsen óttast að sjónvarpsmyndir af Paludan að brenna og kasta kóraninum muni skyndilega ná til öfgasinnaðra íslamista utan Danmerkur.

„Hér er möguleiki á Múhameðskrísu. Ef þetta fer á flug og verður skyndilega umtalað í landi, þar sem menn vilja beina sjónunum frá vandamálum heima fyrir, þá getur þetta aukið ógnina gagnvart Danmörku.“

Sagði Bonnichsen. Hér vísar hann til þeirra miklu krísu sem kom upp eftir að Jótlandspósturinn birti skopmyndir af Múhameð spámanni í september 2005. Í kjölfarið misstu dönsk fyrirtæki viðskipti í íslömskum ríkjum og hryðjuverkamenn beindu sjónum sínum að landinu.

Jensen var yfirmaður PET þegar Múhameðskrísan kom upp og hann segist sjá sömu viðvörunarljós blikka nú og þá. Hann sagði að það væri ekkert leyndarmál að leyniþjónustunni hefði tekist að koma í veg fyrir mörg tilræði gegn Danmörku í kjölfar birtingar teikninganna.

„Ef þetta heldur áfram þá er það bara spurning um tíma áður en einhver kemur auga á þetta og segir: „Nú verða Danir að skilja hvernig þetta virkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

FréttirPressan
Í gær

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Pressan
Í gær

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Í gær

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sumar stjörnur gætu verið „sýktar“ af svartholum sem eyðileggja þær innan frá

Sumar stjörnur gætu verið „sýktar“ af svartholum sem eyðileggja þær innan frá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvænt uppgötvun í bandarískri herstöð

Óvænt uppgötvun í bandarískri herstöð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður