fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Fyrrum leiðtogi basknesku hryðjuverkasamtakanna ETA handtekinn eftir 17 ár á flótta

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. maí 2019 18:00

Josu Ternera

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Josu Ternera, fyrrum leiðtogi basknesku hryðjuverkasamtakanna ETA, var handtekinn snemma í morgun í Frakklandi. Hann hafði verið eftirlýstur síðan 2002. Hann er talinn hafa staðið á bak við mannskætt hryðjuverk 1987.

Spænska innanríkisráðuneytið skýrði frá því í morgun að hann hefði verið handtekinn. Ternera var pólitískur leiðtogi ETA sem eru aðskilnaðarsamtök Baska en þau eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök.

Spænsk yfirvöld telja að Ternera hafi staðið á bak við árás á lögregluskóla í Zaragosa á Spáni 1987. 11 létust í árásinni, þar á meðal mörg börn.

Spænska innanríkisráðuneytið sagði í morgun að Ternera hafi verið handtekinn „árla dags“ í Sallanches í Frönsku Ölpunum.

ETA myrti um 850 manns í vopnaðri baráttu sinni fyrir sjálfstæðu ríki Baska á norðanverðum Spáni og suðvesturhluta Frakklands.

Samtökin tilkynntu fyrir ári að þau hefðu ákveðið að leysa sig sjálf upp. Mánuði áður höfðu þau beðist afsökunar á þeim þjáningum sem þau hefðu valdið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf