fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Telur sig hafa leyst dulmálið í einni sérkennilegustu bók heims

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 17. maí 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gerard Cheshire, vísindamaður við háskólann í Bristol á Englandi, telur sig hafa leyst dulmál í bók sem stundum hefur verið kölluð sú dularfyllsta í heimi. Um er að ræða Voynich-handritið sem talið er vera frá 15. öld.

Handritið hefur lengi vel verið sveipað dulúð og veit enginn með fullkominni vissu hvaðan það kemur. Það er þó 240 síður og inniheldur 170 þúsund tákn eða stafi. Þá eru myndir í handritinu, til dæmis myndir af konum.

Margir hafa reynt að greina innihald handritsins en án árangurs. Í þeim hópi eru meðal annars dulmálssérfræðingar og fulltrúar FBI. Gerard segir að það hafi tekið hann um tvær vikur að greina innihaldið.

Í samtali við Guardian segir Gerard að handritið sé einskonar meðferðarleiðarvísir sem líklega var búinn til af spænskum nunnum. Að líkindum hafi ritið verið unnið fyrir spænska drottningu. Ritið fjalli um allskonar meðferðir og innihaldi meðal annars upplýsingar um jurtalyf og stjörnufræði.

Gerard segir að ritið hafi líklega verið búið til fyrir Maríu, drottningu í Aragon á árunum 1416 til 1458.

Þó að Gerard sé nokkuð viss í sinni sök eru aðrir sérfræðingar ekki allir á einu máli um niðurstöðu Gerards og telja að hann dragi nokkuð vafasamar ályktanir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“