fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Google slítur samstarfinu við Huawei – Hefur mikil áhrif á Huawei og eigendur síma frá Huawei

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. maí 2019 06:00

Farsími frá Huawei.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Netrisinn Google hefur slitið samstarfi sínu við kínverska farsímaframleiðandann Huawei. Þetta hefur í för með sér að Huawei fær ekki aðgang að hluta Android-stýrikerfisins og uppfærslum á því. Hluti stýrikerfisins er öllum aðgengilegur en stór hluti þess krefst leyfis frá Google.

Þessi ákvörðun Google kemur í kjölfar ákvörðunar bandarískra stjórnvalda um að setja Huawei á svartan lista þar sem talið er að fyrirtækið geti ógnað öryggi Bandaríkjanna og Bandaríkjamanna.

Símar frá Huawei missa samstundis aðgang að uppfærslum á Android og nýir símar munu ekki innhalda þjónustur á borð við Google Play Store, Gmail og YouTube appið. Huawei mun aðeins geta notað þá útgáfu Android sem er öllum aðgengileg.

Reuters segir að bandaríska viðskiptaráðuneytið íhugi nú að milda þær aðgerðir sem hefur verið gripið til gagnvart Huawei til að koma í veg fyrir að símar, sem nú þegar hafa verið seldir, lendi í vandræðum með aðgang að ýmsum þjónustum og internetinu.

Ekki er enn fullljóst hversu illa það kemur við Huawei að vera komið á svartan lista bandarískra stjórnvalda en ýmsir sérfræðingar hafa velt því upp að hugsanlega geti fyrirtækið ekki haldið áfram starfsemi.

Huawei hefur á undanförnum árum unnið að viðbragðsáætlun ef fyrirtækinu yrði bannað að nota Android. Fyrirtækið segist komið nokkuð áleiðis í að gera eigin stýrikerfi og að hluti þess sé nú þegar í notkun í kínverskum vörum.

Þeir sem nota Huawei núna og eru með aðgang að Google Play Store mun áfram geta sótt uppfærslur á öppum frá Google en geta ekki uppfært sjálft stýrikerfið. Þetta mun ekki hafa mikil áhrif á kínverska markaðnum því flestar vörur Google eru bannaðar í Kína.

Í morgun var síðan tilkynnt að Intel, Qualcomm og Broadcom hafi slitið samstarfi sínu við Huawei.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Í gær

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“