fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

22 handteknir í stórri aðgerð Europol

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 22. maí 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tuttugu og tveir einstaklingar voru handteknir í fimm löndum í síðustu viku í einni stærstu lögregluaðgerð sem Europol hefur farið í.

Mennirnir eru allir grunaðir um að tengjast skipulögðum glæpasamtökum sem stunduðu það að smygla fíkniefnum og sígarettum til Bretlands. Peningar sem fengust fyrir sölu efnanna í Bretlandi voru svo fluttir til Póllands þar sem þeir voru þvættaðir og notaðir til fasteignakaupa, meðal annars á Spáni.

Höfuðpaurinn í samtökunum er sagður vera 48 ára Lithái sem var handtekinn á Spáni. Aðrir grunaðir í málinu voru handteknir í Póllandi, Litháen, Bretlandi og Eistlandi.

Þá segir Europol að meðlimir gengisins hafi verið viðriðnir morð, en nánari upplýsingar um þær grunsemdir eru ekki tíundaðar nánar í tilkynningu Europol sem Guardian vitnar til.

Í aðgerðunum lagði lögregla hald á mikið magn peninga en auk þess lúxusbíla, demanta, gullstangir, skartgripi og fíkniefni.

Um 450 lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum og voru húsleitir gerðar á yfir 40 stöðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?