fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Óttast að kjarnorkuúrgangur á Marshalleyjum komist út í umhverfið – Afleiðingarnar gætu orðið skelfilegar

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 22. maí 2019 23:00

Úrgangurinn er í þessari hvelfingu á Marshalleyjum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á árunum 1946 til 1958 framkvæmdu Bandaríkjamenn fjölmargar tilraunir með kjarnavopn á Marshalleyjum, litlu eyríki í Vestur-Kyrrahafi. Eyjarnar voru eitt sinn í umsjá Bandaríkjanna, eða allt til ársins 1979, að lýðveldi var stofnað.

Mikið magn geislavirks úrgangs myndaðist við tilraunir Bandaríkjanna og brugðu Bandaríkjamenn á það ráð að grafa hann í jörðu niðri, í einskonar „kistu“. Þannig var komið í veg fyrir – að sinni að minnsta kosti – að úrgangurinn kæmist út í umhverfið.

En umrætt geymslurými var ekki búið til með það fyrir augum að endast til eilífðar og hafa sérfræðingar nú áhyggjur af því að geislavirkur úrgangurinn fari að leka út í umhverfið. Ekki þarf að fjölyrða um afleiðingar þess fyrir lífríki sjávar.

António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, kynnti sér aðstæður á svæðinu á dögunum og segir hann að tvennt valdi sérstökum áhyggjum; annars vegar skortur á viðhaldi á svæðinu og hins vegar hækkandi yfirborð sjávar.

Í frétt Washington Post um málið kemur fram að ekki þurfi endilega mikið til að slys verði. Þannig geti mikið óveður sett strik í reikninginn og gert það að verkum að kjarnorkuúrgangur komist út í umhverfið. Bent er á það að Marshalleyjar hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til að ráðast í endurbætur á kistunum sem geyma kjarnorkuúrganginn. Alþjóðsamfélagið þurfi því að bregðast við svo ekki fari illa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rúllaði Braga í bankann og vildi taka út pening – Óhugnanlegt atvik endaði með handtöku

Rúllaði Braga í bankann og vildi taka út pening – Óhugnanlegt atvik endaði með handtöku
Pressan
Í gær

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?