fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Eldfimar upplýsingar um Martin Luther King birtar – Var hann ekki allur þar sem hann var séður?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 27. maí 2019 06:58

Martin Luther King í ræðustól.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég á mér draum,“ eru þau ummæli bandaríska mannréttindafrömuðarins Martin Luther King sem flestir kannast við. Hann barðist ötullega fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum og hlaut friðarverðlaun Nóbels fyrir árið 1964. Hann var myrtur 1968.  En nú gætu eftirmæli hans verið í hættu í kjölfar birtinga á nýjum upplýsingum um hann.

Það er bandaríska alríkislögreglan FBI sem hefur nú opinberað skjalasafn með upplýsingum um King. Í því er mikið af mjög nákvæmum skýrslum liðsmanna FBI um King en þeir fylgdust mjög náið með honum árum saman og fylgdust með honum hvar sem hann fór og hleruðu samtöl hans. Þetta gerðu þeir þegar King ferðaðist um Bandaríkin til að berjast fyrir réttindum svartra.

Í umfjöllun The Times um málið kemur fram að hljóðupptökur fylgi mörgum skjalanna og styðji það sem kemur fram í þeim. Mörg skjölin eru hræðileg lesning. Eitt það versta er skýrsla um ofbeldisverk sem var framið á hótelherbergi í Washington 1964. Þá sat Martin Luther King að sögn í herberginu og „horfði á, hló og kom með góð ráð“ á meðan presturinn Logan Kearsh nauðgaði konu fyrir framan hann.

Áður höfðu þeir rætt saman um hvernig kynlíf ætti að stunda með nokkrum konum úr söfnuði Kearsh síðar um kvöldið í kynlífsorgíu. Kona, sem var viðstödd, mótmælti og nauðgaði Kearsh henni þá og King horfði á. The Times segir að hljóðupptaka af þessu sé til í bandaríska þjóðskjalasafninu (US National Archives).

Martin Luther King á mótmælafundi í Washington.

Maðurinn á bak við þessar afhjúpanir er rithöfundurinn David Garrow sem fékk hin eftirsóttu Pullitzer-verðlaun 1987 fyrir ævisögu Martin Luther King. Hann hefur unnið sig í gegnum 55.000 tengla við skjöl úr skjalasafni FBI um King. Sum þeirra eru allt að 500 síður.

Hann skrifar um skýrslur FBI í næsta hefti tímaritsins Standpoint.

Í samtali við The Times sagðist hann alltaf hafa verið jákvæður í garð King vegna auðmýktar hans, óeigingirni og andlegs styrks. Hann telur þó að þessar nýju upplýsingar geti haft miklar afleiðingar fyrir eftirmæli King og telur að þær kalli á algjöra endurskoðun á lífi King og eftirmælum.

En það er fleira slæmt en fyrrgreind nauðgun sem er fjallað um í skýrslum FBI. Kynlífsorgíur, framhjáhald og ýmislegt annað, sem telst meira eða minna vera ofbeldi gegn konum, kemur við sögu í skýrslunum. Í mörgum skjalanna er því lýst hvernig King tók þátt í því sem lögreglumennirnir lýsa sem „óeðlilegum kynferðisathöfnum“. Í nokkrum tilfellum mótmæltu kynlífsfélagar hans því sem hann gerði en hann hélt áfram og sagði það vera gott fyrir sál þeirra.

Fram kemur að hann hafi átt 40 til 45 rekkjunauta auk eiginkonu sinnar, Coretta King. Þetta er mun hærri tala en áður hefur verið vitað um en í bókum og heimildamyndum um King hefur verið nefnt að hann hafi átt 10 til 12 rekkjunauta auk eiginkonu sinnar. Í skjölunum kemur fram að Cloretta King hafi vitað af þessu en lögreglumenn hleruðu deilur þeirra hjóna um þetta.

Auk þess kemur fram að King hafi hugsanlega eignast barn utan hjónabands. Ein af ástkonum hans í Los Angeles er sögð hafa eignast barn sem líktist King mjög mikið og auk þess aðstoðaði King konuna fjárhagslega við uppeldi barnsins. Garrow hafði uppi á konunni og barninu en þau vildu ekki ræða við hann.

Var King ekki allur þar sem hann var séður?

Í gegnum tíðina hafa þeir sem hafa gagnrýnt King oft verið gagnrýndir og ásakaðir um kynþáttahatur. En nú gæti reynst erfitt að vísa þessum upplýsingum á bug því auk allra skýrslanna er einnig til mikið af hljóðupptökum og myndbandsupptökum hjá FBI. Á þeim er að sögn að finna suma af verstu atburðunum í lífi King. Þess er vænst að FBI opni fyrir aðgang að þessu efni 2027.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf