fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Hættulegustu tölvuvírusar heims eru til sölu fyrir eina milljón dollara

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 27. maí 2019 05:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tölva, sem inniheldur sex af hættulegustu og mest eyðileggjandi tölvuvírusum heims, er nú til sölu á uppboði á netinu. Þetta hljómar kannski eins og upphaf góðrar njósnasögu en svo er nú ekki. Hér er um listaverk að ræða.

The Verge greinir frá þessu. Það er netlistamaðurinn Guo O Dong sem stendur á bak við þetta sérstaka listaverk sem nefnist The Persistence of Chaos. Markmiðið er að sýna þær afleiðingar sem tölvu- og netheimurinn hefur á hinn raunverulega heim.

Guo O Dong sagði í samtali við The Verge að fólk ímyndi sér að það sem gerist á netinu hafi ekki áhrif á það en það sé fáránleg hugsun. Vírus, sem hafi áhrif á rafkerfið eða opinbera innviði, geti valdið okkur beinu tjóni.

Hann tók einnig fram að listaverkið sé skaðlaust svo lengi sem tölvan er ekki tengd við internetið. Um er að ræða 10,2 tommu tölvu frá Samsung. Tölvuveirurnar sex voru valdar út frá því efnahagslega tjóni sem þær hafa valdið. Meðal þeirra er WannaCry-vírusinn sem fór mikinn fyrir um tveimur árum.

Guo O Dong telur að vírusarnir sex hafi valdið tjóni fyrir um 95 milljónir dollara.

Uppboð á tölvunni stendur nú yfir á heimasíðu Dong og er upphafsboðið 1,2 milljónir dollara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug