fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Líkhúsin ráða ekki við fjöldann – Metfjöldi morða í Mexíkó

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 27. maí 2019 07:02

Tijuana í Mexíkó er hægra megin við girðinguna og San Diego vinstra megin. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áður en Lopez Obrador var kjörinn forseti Mexíkó á síðasta ári lofaði hann fleiri faðmlögum en byssukúlum í þessu ofbeldishrjáða landi. Hann tók við embætti þann 1. desember síðastliðinn en byssukúlurnar eru langt frá því hættar að þjóta um því aldrei hafa fleiri morð verið framin á fyrsta ársfjórðungi en raunin var á þessu ári.

Í Tijuana, sem er á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna, er líkhúsið sprungið og hefur ekki kælirými fyrir öll þau lík sem þangað eru flutt. Íbúar í nágrenni líkhússins kvarta undan óþef og margir halda fyrir nef sér þegar þeir ganga framhjá líkhúsinu. Þar þarf stundum að stafla líkunum í hrúgur á gólfinu þar til pláss losnar í kæli. San Diego Reader skýrir frá þessu.

Ofbeldisverk hafa færst mikið í vöxt í bænum. Á hverjum morgni er komið með fjölda líka í líkhúsið en þau finnast mörg hver á götum úti. En ástandið í Tijuana er ekki einsdæmi því hið sama er uppi á teningnum víða um land. Á fyrstu þremur mánuðum ársins voru 8.493 morð skráð í landinu en það er tæplega 10% aukning frá sama tíma á síðasta ári. Á síðasta ári voru 33.341 morð skráð í landinu en hætt er við að þau hafi verið mun fleiri þar sem margra er saknað og má telja líklegt að mörg lík séu ófundin og/eða muni aldrei finnast.

Ástandið er sérstaklega slæmt í Guanajuato ríki þar sem tveir eiturlyfjahringir berjast um yfirráðin. En Tijuana er hins vegar höfuðborg morða í heiminum þessi misserin.

Mörg morðin eru grimmdarleg og fá mikið á marga Mexíkó og eru þeir þó ýmsu vanir í þessum efnum. Má þar nefna morð á 13 manns í í fjölskylduboði í Veracruz í apríl. Yngsta fórnarlambið var aðeins eins árs. Samkvæmt frásögnum vitna neyddu morðingjarnir fórnarlömbin til að horfa á sig áður en þeir skutu þau.

Blaðamenn og stjórnmálamenn eru oft fórnarlömb ofbeldismannanna. Bæjarstórinn í Tlaxiaco var myrtur í janúar eftir að hafa verið í embætti í tvær klukkustundir. Tveir bæjarstjórar til viðbótar voru myrtir í apríl. Fimm blaðamenn hafa verið myrtir það sem af er ári og er Mexíkó hættulegasta land heims fyrir blaðamenn að starfa í.

Áralangt stríð yfirvalda við eiturlyfjahringina hefur ekki borið mikinn árangur. Eins og fyrr sagði voru 33.341 morð skráð hjá yfirvöldum á síðasta ári. Það var meira en nokkru sinni áður síðan opinber skráning hófst 1997. 2017 voru morðin 28.866 en til samaburðar má nefna að það ár voru 17.284 morð framin í Bandaríkjunum þar sem 330 milljónir manna búa en í Mexíkó búa 130 milljónir. Flestir afbrotamenn í Mexíkó komast upp með afbrot sín því aðeins tekst að upplýsa og refsa fyrir tæplega 10% tilkynntra afbrota.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?