fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Fyrrverandi íþróttastjarna á lífstíðardóm yfir höfði sér

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 11. júní 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kellen Winslow Jr., fyrrverandi leikmaður í bandarísku NFL-deildinni, á lífstíðarfangelsisdóm yfir höfði sér eftir að hafa verið sakfelldur í gær fyrir skelfilegan glæp.

Kellen var ákærður og sakfelldur fyrir að nauðga 58 ára konu í Encinitas, norður af San Diego í Bandaríkjunum, á síðasta ári. Konan sem um ræðir er heimilislaus. Kellen var ákærður fyrir fleiri nauðganir, til að mynda á 54 ára konu á síðasta ári og unglingsstúlku árið 2003. Kviðdómur er enn að ræða þann anga málsins.

Winslow spilaði fyrir Cleveland Browns, Tampa Bay Buccaneers, Seattle Seahawks, Net England Patriots og New York Jets. Hann er talinn hafa þénað sem nemur rúmum fimm milljörðum króna á þeim tæpu 10 árum sem hann spilaði í NFL-deildinni á árunum 2004 til 2013. Verði hann sakfelldur fyrir alla ákæruliði á hann lífstíðardóm yfir höfði sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt