fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Telja að dýrasta málverk heims sé í þessari snekkju

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 11. júní 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti talsverða athygli í nóvember 2017 þegar listaverk, sem Leonardo da Vinci var sagður hafa málað, var slegið á 450 milljónir dala, 56 milljarða króna á núverandi gengi, á uppboði hjá Christie‘s í New York.

Verkið sem um ræðir heitir Salvator Mundi en áhöld eru uppi um það hvort Leonardo da Vinci sjálfur hafi málað verkið eða einhver af lærisveinum hans.

Eftir kaupin var greint frá því að Badr bin Abdullah bin Mohammed bin Farhan Al Saud hefði keypt verkið, en hann er menningarmálaráðherra Sádi-Arabíu. Margir höfðu þó uppi efasemdir um að Al Saud hefði borgað fyrir verkið enda eru 56 milljarðar engir smápeningar þó þeir séu það kannski í augum konungsfjölskyldunnar í Sádi-Arabíu.

Nú hefur ArtNet, fréttavefur sem sérhæfir sig í fréttum af dýrum listaverkum, komist að því að verkið hangi um borð í einni af glæsilegustu snekkjum heims. Umrædd snekkja er í eigu Mohammed Bin Salman, krónprinsins í Sádi-Arabíu, sem virðist því hafa keypt verkið.

Snekkjan sem um ræðir heitir Serene og eru hvorki fleiri né færri en 50 manns í áhöfn. Snekkjan er að sjálfsögðu búin öllu því glæsilegasta sem hugurinn girnist. Bin Salman keypti hana af rússneska milljarðamæringnum Yuri Shefler sem græddi vel á Stolichnaya-vodkanum, en talið er að Bin Salman, eða fulltrúar hans, hafi staðgreitt snekkjuna.

Saga listaverksinsins, Salvator Mundi, er um margt áhugaverð en fyrir 60 árum var talið að verkið væri einskis virði, eða því sem næst. Árið 2005 keyptu listaverkasafnarar í New York, Alexander Parrish og Robert Simon, verkið fyrir 10 þúsund Bandaríkjadali. Þeir sendu verkið svo til sérfræðings sem gerði það upp og fínpússaði.

Það var svo árið 2008 að hópur sérfræðinga var fenginn til að skoða verkið og töldu þær allar líkur á því að Da Vinci hefði í raun og veru málað það. Í kjölfarið rauk verðmæti verksins upp og varð það sem fyrr segir dýrasta málverk sögunnar haustið 2017.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Í gær

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Í gær

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“