fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Svona er hægt að forða því að sólin gleypi jörðina

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. júní 2019 18:00

Hverju komu Kínverjar fyrir á braut um jörðina? Mynd:Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir um fimm milljarða ára mun sólin okkar vera að þrotum komin, líf hennar verður við að fjara út. Samhliða því að eldsneyti hennar klárast hefst síðasti kaflinn á ævi hennar, hún verður að rauðum risa. Hún mun þenjast gríðarlega mikið út og mun gleypa pláneturnar í innri hluta sólkerfisins.

Merkúríus og Venus eiga ekki möguleika og líklegast mun hún einnig gleypa jörðina okkar. Ef svo ótrúlega vill til að jörðin sleppi mun allt líf á henni drepast af völdum hita og allt vatn mun gufa upp.

Þetta er auðvitað ekki að fara að gerast á næstu vikum, við höfum milljarða ára til að koma okkur héðan af jörðinni og finna ný heimkynni. En samt sem áður er doktor Matteo Ceriotti, hjá Glasgow háskóla, farinn að hugleiða hvernig er hægt að bjarga jörðinni okkar. Hann hefur nú sett fram róttæka kenningu um hvernig það sé hægt.

Hugmynd hans byggist á þeirri tækni sem við búum yfir núna en um leið byggist hún á að við munum búa yfir miklu þróaðri tækni þegar fram líður.

Í samtali við Express sagðist hann hafa fengið hugmynd sem gengur út á að færa braut jarðarinnar lengra út svo hún verði á svipaðri braut og Mars. Til þess að þetta sé hægt telur hann að hægt sé að nota loftsteina, sem fara nærri jörðinni, og þyngdarafl þeirra til að draga jörðina fjær sólinni. Til að þetta verði framkvæmanlegt þarf mörg geimför sem geta flogið út í geiminn og „sótt“ loftsteina og komið með þá nærri jörðinni.

Þá hefur hann velt því upp hvort hægt sé að búa til risastórt sólsegl sem fangar ljósið frá sólinni og breytir því í orku sem færir jörðina fjær sólinni. Slíkt segl þyrfti að vera risastórt, margfalt ummál jarðarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Pressan
Í gær

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
Pressan
Í gær

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar