fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Mögnuð uppgötvun – Fundu höfuð af risaúlfi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. júní 2019 17:00

Þetta er ansi stórt höfuð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa fundið nokkuð heillegt höfuð af risastórum úlfi. Það fannst í sífrera í Síberíu og er rúmlega 40.000 ára gamalt. Höfuðið hefur varðveist ótrúlega vel og það sama má segja um heila hans og feld, sem minnir einna helst á feld mammúta. Auk þess eru tennurnar á sínum stað. Talið er að dýrið hafi verið tveggja til fjögurra ára þegar það drapst.

Albert Protopopov, prófessor í steingervingafræði, segir að hér sé um einstakan fund að ræða því aldrei fyrr hafi svo vel varðveittar líkamsleifar fullvaxins risaúlfs fundist.

Vísindamenn við náttúrufræðisafnið í Svíþjóð munu nú rannsaka erfðaefni úlfsins og bera það saman við erfðaefni úlfa nútímans til að kortleggja þróun tegundarinnar.

Höfuðið er 40 sm á lengd en til samanburðar má geta þess að skrokkur nútíma úlfa er 66 til 88 sm á lengd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

FréttirPressan
Fyrir 2 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sumar stjörnur gætu verið „sýktar“ af svartholum sem eyðileggja þær innan frá

Sumar stjörnur gætu verið „sýktar“ af svartholum sem eyðileggja þær innan frá
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu