fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Opna sýningu á erótískum ævintýrum Tinna

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. júní 2019 07:01

Ein af umræddum myndum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn þekktasti blaðamaður heims, Tinni, upplifir nú aðeins öðruvísi ævintýri en hann er vanur. Tinni sést iðulega innan um lögreglumenn, prófessora og þjófa, en hinn snjalli blaðamaður nær yfirleitt að koma upp um áætlanir þjófanna. Hann sést ekki oft í selskap léttklæddra kvenna, en sú er ekki raunin í málverkum Ole Ahlberg. Hann hefur gert það að vörumerki sínu að teikna Tinna inn á erótísk málverk og gerir persónuna þar með að kynveru.

Stór hluti verka hins 70 ára gamla listamanns, eru nú til sýnis á Fjóni í Danmörku. Verðmæti verkanna er talið vera allt að 30 milljónir danskra króna, eða yfir 550 milljónir íslenskra króna.

Hér er Tinni í óvenjulegum aðstæðum.

Það hefur ekki gengið þrautalaust fyrir sig hjá Ole Ahlberg að mála myndir þar sem Tinni lendir í vafasömum ævintýrum. Bókaútgáfan Moulinsart, sem á útgáfuréttinn að Tinna bókunum, lögsótti listamanninn fyrir brot á höfundarréttarlögum. Eftir 12 löng ár komst dómstóll í Belgíu að þeirri niðurstöðu að Ole Ahlberg hefði allt sitt á hreinu.

Hér er hann í heldur óvenjulegum aðstæðum.

Það er ekki hrein ögrun að hann hefur valið að setja hina saklausu persónu Hergé, Tinna í þessar aðstæður, að vera umkringdur léttklæddu kvenfólki. Á mörgum myndanna er Tinni þátttakandi í kynferðislegum athöfnum.

Tinni er manngert tákn hreinleika, það er það sem við viljum sjá. Fyrirmynd, sem er hrein og fín og gerir aldrei neitt rangt. Það er frábært að geta tekið þennan hreinleika, sem okkur líkar svo vel og stilla honum upp á móti því sem ég tel að sé raunveruleikinn. Eitthvað sem er mun flóknara, þar sem losti, fegurð og margt fleira kemur við sögu, segir listamaðurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?