fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Pressan

Plöntuútdauði er slæmur fyrir allar tegundir

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. júní 2019 19:00

Evrópsk vistkerfi eiga í vök að verjast.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný rannsókn hefur leitt í ljós að tæplega 600 plöntutegundir hafa horfið úr náttúrunni á síðustu 250 árum. Þessar tölur sem eru byggðar á staðfestum útdauða plantna en ekki áætlunum, eru helmingi hærri en útdauði allra fuglategunda, spendýra og skriðdýra samanlagt.

Vísindamenn segja að útdauði planta gerist allt að 500 sinnum hraðar en menn höfðu gert ráð fyrir. Samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum frá í maí eru um milljón dýra- og plöntutegunda í útrýmingarhættu. Rannsakendur segja við getum lært ýmislegt af niðurstöðum á rannsóknum þeirra á útdauða plantna í heiminum, til að koma í veg fyrir frekari útdauða.

Flestir geta nefnt að minnsta kosti eina spendýra eða fulgategund sem hefur orðið útdauð á undaförnum öldum, en það eru ekki margir sem geta nefnt útdauða plöntu, segir Dr. Aelys Humphreys hjá Háskólanum í Stokkhólmi. „Með þessari rannsókn höfum við í fyrsta sinn yfirlit yfir þær plöntur sem eru útdauða, hvaðan þær hurfu og hve hratt þetta gerist“ bætti hún við.

Sem dæmi um útdauðar plöntur má nefna sandelvið frá Chile, en hann var ofnýttur til að vinna úr honum ilmkjarnaolíur og hið bleikblóma ólífutré frá St Helena. Mesta útrýmingin hefur verið á eyjum og löndum í hitabeltinu þar sem mikið hefur verið af trjám sem nýtt eru í verðmætt timbur og þar sem mikil fjölbreytni er í plöntulífinu.

Hverjar voru niðurstöður rannsóknarinnar?

Vísindamenn við Royal Botanical Gardens í Kew og við Háskólann í Stokkhólmi komust að því að 571 plöntutegund hefði horfið á síðustu 250 árum, helmingi fleiri en þau spendýr, fugla og skriðdýr sem hafa glatast (alls 217 tegundir). Vísindamennirnir telja að útrýmingin sé jafnvel enn meiri en þessar tölur sýni. Þó fundust merki um eina plöntutegund, krókus frá Chile, sem talið var að væri útdauð.

Af hverju skiptir útdauði planta máli?

Allt líf á jörðinni treystir á plöntur, þær sjá okkur fyrir því súrefni sem við öndum að okkur og matnum okkar. Útdauði plantna getur haft alvarleg áhrif á fjölda líffvera sem treysta á þær, svosem skordýr sem nærast á plöntum og nota þær til að verpa eggjum sínum.

Dr. Eimear Nic Lughadha, einn vísindamannanna sem stóðu að rannsókninni segir að útdauði plantna séu slæmar fréttir fyrir alla tegundir. „Milljónir annarra tegunda þurfa á plöntum að halda til að lifa af, manneskjan þar á meðal, þannig að upplýsingar um hvaða plöntur eru að hverfa og hvaðan getur hjálpað okkur við varðveitingu annarra líffvera“.

Hvað getum við lært?

Vísindamennirnir hafa kallað eftir aðgerðum til að sporna við plöntuútdauða, meðal þess er að:

  • Skrásetja allar plöntutegundir í heiminum
  • Styðja við grasafræðinga sem vinna að mikilvægum rannsóknum
  • Kenna börnum okkar að koma auga á og þekkja plöntur í okkar nánasta umhverfi.

Dr. Rob Salguero-Gómes frá Háskólanum í Oxford tók einnig þátt í rannsókninni og segir að skilningur á því hvernig, hvaðan og af hverju plöntur eru að hverfa sé afar mikilvægur, ekki bara fyrir vísindamenn en einnig fyrir mannkynið allt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?
Pressan
Í gær

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða
Pressan
Í gær

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur
Pressan
Í gær

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV
Pressan
Fyrir 3 dögum

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum