fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Stúlkan í vatninu líklega sjöunda fórnarlamb raðmorðingjans

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 13. júní 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Kýpur hefur fundið líkamsleifar sex ára stúlku sem grunur leikur á að raðmorðinginn Nicos Metaxas hafi myrt. Metaxas var handtekinn á dögunum og játaði hann í kjölfarið sjö morð.

Líkamsleifarnar fundust í Memi-stöðuvatninu suðvestur af höfuðborginni Nicosiu. Lík stúlkunnar var bundið við steypuklump svo það myndi ekki leita upp á yfirborðið. Áður en Metaxas myrti stúlkuna drap hann móður hennar.

Metaxas er væntanlega fyrsti kýpverski raðmorðinginn, sem vitað er um. Í aprílmánuði fundust lík tveggja filippeyskra kvenna, sem hurfu í maí og ágúst á síðasta ári, í inngangi að námu nærri Nicosia. Þriðja líkið fannst á skotæfingasvæði hersins við lok mánaðarins. Þrjú lík til viðbótar hafa fundist síðan þá og nú það fjórða. Lögregla telur ekki ástæðu til að ætla að fórnarlömb Metaxas séu fleiri.

Síðast voru fleiri en einn myrtir af sama aðilanum á Kýpur 1993 en þá var tveimur konum frá Svíþjóð og Úkraínu rænt og þær myrtar.

Flestar konurnar, sem Metaxas er grunaður um að hafa myrt, eru frá Filippseyjum. Þær höfðu komið til Kýpur í atvinnuleit en hurfu síðan. Yfirvöld töldu að þær hefðu farið úr landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Í gær

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tannlæknir deilir ofureinföldu „tannbjörgunarráði“ fyrir kaffidrykkjufólk

Tannlæknir deilir ofureinföldu „tannbjörgunarráði“ fyrir kaffidrykkjufólk