fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Lottóspilari vann rúmlega 19 milljarða króna

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. júní 2019 07:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fjórða sinn á þessu ári fer stærsti vinningurinn í evrópska lottóinu, EuroMillions til Bretlands. Breskur lottóspilari var einn með allar tölur réttar þegar dregið var í lottóinu á þriðjudaginn og vann þar með allan pottinn, 123 milljónir punda. Upphæðin, sem svarar til rúmlega 19 milljarða íslenskra króna, er þriðji hæsti vinningur sem komið hefur á lottómiða keyptan á Bretlandi, segir Sky News.

Breskir lottókaupendur hafa verið óvenju heppnir í EuroMillions-lottóinu á þessu ári. Heppnin hófst á nýársdag, þegar hjón frá Norður Írlandi unni 115 milljónir punda, eða rúmlega 18 milljarða íslenskra króna.

Í mars var það svo Ade Goodchild frá Hereford á Englandi sem datt í lukkupottinn og vann 71 milljón punda, eða rúmlega 11 milljarða íslenskra króna. Hinn 58 ára gamli Englendingur sagði eftir að hafa unnið að nú væri komið að því að njóta lífsins.

„Ég er ekki einn af þeddum vinningshöfum sem segir að vinningurinn muni ekki breyta mér. Það mun hann sko gera, ég mun að minnsta kosti reyna. Ekki meiri vaktavinna fyrir mig,“ sagði hann.

Til að byrja með lét hann samt nægja að fara á rugby leik og bjóða foreldrum sínum upp á pitsu.

Í apríl kom aftur stór vinningur til Bretlands, þegar óþekktur lottókaupandi vann 35,2 milljónir punda í EuroMillions.

„Þetta hefur verið ótrúlegt ár fyrir breska þátttakendur í EuroMillions, fjórir stórir vinningar hafa komið hingað fram að þessu,“ sagði Andy Carter, sem starfar hjá The National Lottery við að veita þeim sem unnið hafa stóra vinninga ráðgjöf, í viðtali við Sky News.

Stórir lottóvinningar tryggja þó ekki eilífa hamingju.

Árið 2011 settu Colin og Christine Weir breskt met þegar þau unnu 161 milljón punda, í apríl á þessu ári tilskynntu þau að þau væru að skilja. Önnur hjón skildu, aðeins ári eftir að þau, unnu í ágúst 2012 148 milljónir punda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig