fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Skrifuðu undir ættleiðingaskjöl varðandi ættleiðingu þríbura – Fengu síðan óvæntar fréttir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. júní 2019 06:50

Þríburarnir nýfæddir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur tekið mikið á fólk, sem langar að eignast börn, að geta ekki eignast börn. Auk þess að standa frammi fyrir þeirri staðreynd að geta ekki búið til börn stendur fólk oft frammi fyrir miklum kostnaði ef það fer í frjósemismeðferð eða ættleiðir.

Þessi kostnaður er mismunandi á milli landa en í Bandaríkjunum er mjög dýrt að fara í frjósemismeðferð. Þessu komust hjónin Sarah og Andy Justice frá Oklahóma að. Þau vildu gjarnan eignast barn en gátu það ekki sökum ófrjósemi. Þau fengu að vita að kostnaðurinn við frjósemismeðferð væri um 50.000 dollarar, það svarar til um 6,2 milljóna íslenskra króna. Auk þess er engin trygging fyrir að slík meðferð heppnist. Þau ákváðu því að fara ættleiðingarleiðina en hún reyndist löng og erfið eftir því sem segir í umfjöllun The Epoch Times.

Loksins rann stóri dagurinn upp árið 2014 þegar þeim var boðið að ættleiða þríbura sem kona nokkur átti von á. Þríburarnir, Joel, Hannah og Elizabeth, fæddust tveimur mánuðum fyrir tímann og voru á gjörgæsludeild til að byrja með. Skrifað var undir ættleiðingaskjölin og hjónin sáu fram á að hefja nýtt líf með þrjú börn á heimilinu.

Skömmu eftir að þau skrifuðu undir ættleiðingaskjölin fór Sarah til læknis sem færði henni heldur betur óvæntar fréttir. Þvert á allar líkur og án frjósemismeðferðar var hún orðin barnshafandi. Ekki nóg með það, hún gekk með tvíbura.

Það var mikil hamingja hjá þeim hjónum að fá þríburana.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í samtali við Tulsa World sagði Andy að þau hafi að vonum fyllst svolítilli örvæntingu yfir þessu öllu en hafi um leið verið mjög ánægð með þetta og hamingjusöm.

Átta mánuðum síðar fæddust tvíburarnir Abigail og Andrew. Sarah og Andy fengu góða hjálp frá vinum og ættingjum við að hugsa um þessi fimm litlu börn og greiða þann mikla kostnað sem óhjákvæmilega fylgdi þessu mikla barnaláni.

Saga þeirra vakti að vonum töluverða athygli á sínum tíma og fjallað var um þau í fjölmiðlum. Þau komu til dæmis fram í TODAYshow árið 2014 þar sem þau veittu áhorfendum smá innsýn í líf sitt. Ótrúlegan fjölda matargjafa og bleiuskipta en þau notuðu þá um 300 bleiur á viku!

Nú hafa börnin eðlilega stækkað og eru orðin eldri og meira sjálfbjarga. Þríburarnir eru orðnir fimm ára og tvíburarnir dafna vel. En ekki nóg með það því eitt barn hefur bæst við í hópinn því þau eignuðust soninn Caleb.

Öll fjölskyldan samankomin.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Í gær

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Í gær

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 3 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás