fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Gullgrafaraæði í Bandaríkjunum: Sá heppni fær 630 milljónir króna – Leitarflokkar færast nær

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 19. júní 2019 18:00

Forrest Fenn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að hálfgert gullgrafaraæði ríki í vesturríkjum Bandaríkjanna um þessar mundir. Nokkuð er síðan milljónamæringurinn Forrest Fenn tilkynnti að hann hefði falið fjársjóðskistu einhversstaðar í Klettafjöllum.

Leitarsvæðið er býsna stórt enda teygja Klettafjöll (e. Rocky Mountains) sig 4.800 kílómetra leið frá Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum til Bresku Kólumbíu í Kanada. Ef eitthvað er að marka Fenn mun sá heppni ganga burt með fulla vasa fjár; kistan er sögð innihalda meðal annars gull, skartgripi og aðra muni sem metnir eru á 5 milljónir dala, 630 milljónir króna.

Eðli málsins samkvæmt hafa nokkrir ævintýramenn farið á stúfana og freistað þess að finna fjársjóðinn. Það hefur þó ekki verið með öllu hættulaust, enda er talið að fjórir hafi þegar látist við leitina að hinum falda fjársjóði.

Í nýrri frétt tímaritsins Money um leitina segir Fenn að leitarflokkari hafi komist býsna nálægt því að finna fjársjóðinn. Á einum tímapunkti hafi einn leitarflokkur verið 60 metra fjár fjársjóðnum. Kveðst hann reikna með að leitinni ljúki bráðlega.

Fenn er listaverkasali og rithöfundur og sagði hann fyrst frá tilvist fjársjóðsins í bók sinni, The Thrill of the Chase, sem kom út árið 2010. Í bókinni var að finna ljóð sem átti að sögn að innihalda vísbendingar um hvar fjársjóðurinn er. Ljóðið má lesa í heild sinni hér að neðan.

Í frétt Money kemur fram að áætlanir geri ráð fyrir að um 350 þúsund manns hafi beint eða óbeint tekið þátt í leitinni. „Flestir, en ekki allir, hafna því alfarið að þetta sé einhverskonar gabb,“ segir Julia Glum í grein sinni.

Eins og að framan greinir hafa fjórir einstaklingar þegar látið lífið við leitina. Lögreglan í Nýju Mexíkó biðlaði meira að segja til Fenn að afturkalla fjársjóðsleitina. Fenn er sagður hafa íhugað það alvarlega en hafnað þeirri beiðni. Í umfjöllun Money er meðal annars rætt við einstaklinga sem hafa allt að því helgað líf sitt leitinni að fjársjóðnum.

Hér er ljóðið í heild sinni og fyrir neðan það eru síðan nokkrar vísbendingar til viðbótar sem Fenn hefur látið frá sér fara.

As I have gone alone in there
And with my treasures bold,
I can keep my secret where,
And hint of riches new and old.

Begin it where warm waters halt
And take it in the canyon down,
Not far, but too far to walk.
Put in below the home of Brown.

From there it’s no place for the meek,
The end is ever drawing nigh;
There’ll be no paddle up your creek,
Just heavy loads and water high.

If you’ve been wise and found the blaze,
Look quickly down, your quest to cease,
But tarry scant with marvel gaze,
Just take the chest and go in peace.

So why is it that I must go
And leave my trove for all to seek?
The answers I already know,
I’ve done it tired and now I’m weak.

So hear me all and listen good,
Your effort will be worth the cold.
If you are brave and in the wood
I give you title to the gold.

Ef fólki tekst að „lesa“ ljóðið rétt á það að vísa á fjársjóðinn. En auk ljóðsins hefur Fenn gefið nokkrar vísbendingar til viðbótar, þær eru:

Fjársjóðurinn er falinn í einu af þessum fjórum ríkjum Bandaríkjanna: Montana, Wyoming, Colorado eða Nýju Mexíkó.

Fjársjóðurinn er í meiri hæð en 1.524 metrum en fyrir neðan 3.109 metra hæð.

Það er engin bygging eða mannvirki mjög nærri honum.

Fjársjóðskistan er ekki endilega niðurgrafin, hún gæti verið falin.

Fjársjóðskistan er blaut en jafnframt tók Fenn fram að það sé óhjákvæmilegt því hún sé búin að vera utandyra í svo mörg ár.

„Where warm waters halt“ er ekki stífla.

Fjársjóðskistan er ekki í námu og ekki í kirkjugarði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?