fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Fæddist í járnbrautarlest – Fær góða gjöf frá lestarfélaginu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. júní 2019 21:00

Lest frá Írsku járnbrautunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku kom lítil stúlka í heiminni í járnbrautarlest á milli Galway og Dublin á Írlandi. Farþegi, kona, í lestinni vissi að eitthvað var í gangi þegar hún heyrði konu öskra inni á salerni í lestinni. Hún opnaði dyrnar og sá þá konu sem sagðist vera að því komin að fæða.

RTÉ skýrir frá þessu. Það vildi svo ótrúlega vel til að læknir og tveir hjúkrunarfræðingar voru í lestinni og komu strax til aðstoðar og tóku á móti stúlkunni. Mæðgurnar voru síðan fluttar í skyndi á sjúkrahús í Dublin þegar lestin kom þangað. Þeim heilsast báðum vel.

Talsmaður írsku járnbrautanna, larnód Éireann, segir að félagið ætli að gefa stúlkunni góða gjöf en hún mun fá ókeypis í allar lestir félagsins á öllum leiðum þess þar til hún nær 25 ára aldri.

Talsmaðurinn sagði einnig að félagið sé þakklátt farþegum og starfsfólki sem kom konunni til aðstoðar og tryggði að fæðingin gekk vel um borð í lestinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt