fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Ný rannsókn – Bitcoin losar meira koltvíildi en mörg ríki heims

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. júní 2019 21:05

Bitcoin er vinsæl rafmynt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tölvur, sem eru notaðar til að grafa eftir Bitcoin rafmyntinni, nota mikið rafmagn, eiginlega gríðarlega mikið rafmagn. Svo mikið að gröfturinn eftir rafmyntinni á sök á því að meira koltvíildi losnar út í andrúmsloftið en annars.

Þetta eru niðurstöður nýrrar þýskrar rannsóknar sem var birt í síðustu viku. Fram kemur að gröftur eftir Bitcoin valdi meiri losun koltvíildis en ríki á borð við Eistland, Króatíu og Jórdanía losa.

Samkvæmt frétt Danska ríkisútvarpsins reiknuðu vísindamenn við tækniháskólann í München út að tölvur, sem grafa eftir Bitcoin, noti rafmagn sem svarar til losunar 22 til 22,9 milljóna tonna af koltvíildi árlega. Þess má geta að 2015 nam losun koltvíildis á Íslandi 11,3 milljónum tonna eftir því sem segir á Vísindavef Háskóla Íslands.

Bitcon kom fram á sjónarsviðið fyrir um áratug. Ekki er vitað hver bjó rafmyntina til en viðkomandi gengur undir dulnefninu Satoshi Nakamoto. Þetta var fyrsta rafmyntin en í dag eru til margar slíkar. Rafmynt byggist á dulkóðun og er eiginlega rafrænn gjaldmiðill. Færslur með rafmynt eru nafnlausar og ekki í gegnum banka. Hægt er að geyma rafmyntir í „veskjum“ á netinu. Þær eru búnar til eða „grafnar upp“ af tölvum með notkun flókinnar stærðfræði. Það skýrir hina miklu rafmagnsnotkun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?